Störf undanþegin verkfallsheimild 2024

Málsnúmer 2312006

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 814. fundur - 08.12.2023

Samkvæmt 2. mgr. 19. gr. laga nr. 94/1986 um kjarasamninga opinberra starfsmanna og 2. gr. laga nr. 129/2020 um skrá yfir störf hjá sveitarfélögum sem heimild til verkfalls nær ekki til, skulu sveitarfélög, fyrir 1. febrúar ár hvert, að undangengnu samráði við viðkomandi stéttarfélög opinberra starfsmanna, birta í B-deild Stjórnartíðinda skrár yfir störf sem heimild til verkfalls samkvæmt lögum um stéttarfélög og vinnudeilur nær ekki til, sbr. 1. gr. Ný skrá tekur gildi 15. febrúar næst eftir birtingu. Sé ný skrá ekki birt samkvæmt framangreindu framlengist síðast gildandi skrá um eitt ár.
Lögð er fram tillaga að skrá Fjallabyggðar yfir starfsheiti starfsfólks sem undanskilið er verkfallsheimild samkvæmt 2. mgr. 19. gr. laga um kjarasamninga opinberra starfsmanna nr. 94/1986 eins og þeim hefur verið breytt með lögum nr. 70/1996 og laga nr. 129/2020 um skrá yfir störf hjá sveitarfélögum sem heimild til verkfalls nær ekki til.
Samþykkt
Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við skrá um starfsmenn sveitarfélagsins sem undanþegnir eru verkfallsheimild. Tillögunni vísað til bæjarstjórnar.