Bæjarráð Fjallabyggðar

797. fundur 11. júlí 2023 kl. 12:00 - 12:40 í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði
Nefndarmenn
  • S. Guðrún Hauksdóttir varaformaður, D lista
  • Guðjón M. Ólafsson formaður, A lista
  • Helgi Jóhannsson aðalmaður, H lista
Starfsmenn
  • Sigríður Ingvarsdóttir bæjarstjóri
  • Bragi Freyr Kristbjörnsson deildarstjóri stjórnsýslu og fjármála
Fundargerð ritaði: Bragi Freyr Kristbjörnsson deildarstjóri stjórnsýslu og fjármála

1.Kaup á sértæku húsnæði

Málsnúmer 2307031Vakta málsnúmer

Lagt fram minnisblað deildarstjóra félagsmáladeildar og bæjarstjóra um þörf á sértækum húsnæðisúrræðum í Fjallabyggð, með áherslu á aðgengi hreyfihamlaða, með altæka hönnun að leiðarljósi þar sem tekið er mið af ólíkum þörfum íbúa. Einnig lagðir fram samningar við Verkstjórn ehf., um kaup á þremur íbúðum við Vallarbraut 4 og 6 á Siglufirði. Áætluð afhending íbúðanna er 1. júlí 2024.
Samþykkt
Bæjarráð samþykkir framlagða samninga og veitir bæjarstjóra umboð f.h. bæjarfélagsins að fullnusta þá.

Fundi slitið - kl. 12:40.