Bæjarráð Fjallabyggðar

163. fundur 12. mars 2010 kl. 08:00 - 10:00 sem fjarfundur í ráðhúsinu á Siglufirði og á bæjarskrifstofunum í Ólafsfirði
Nefndarmenn
  • Bæjarráð varaformaður
  • Þorsteinn Ásgeirsson varamaður
  • Egill Rögnvaldsson varamaður
  • Ólafur Þór Ólafsson skrifstofu- og fjármálastjóri
  • Þórir Kristinn Þórisson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Ólafur Þór Ólafsson skrifstofu- og fjármálastjóri

1.Ráðning skólastjóra Grunnskóla Fjallabyggðar

Málsnúmer 1003015Vakta málsnúmer

Umsækjendur um stöðuna eru; Jónína Magnúsdóttir og Þórgunnur Reykjalín Vigfúsdóttir.

Fyrir bæjarráði liggur afstaða fræðslunefndar, fræðslufulltrúa og mat á umsækjendum frá ráðningarstofunni Capacent.

Bæjarráð samþykkir að ráða Jónína Magnúsdóttur sem skólastjóra Grunnskóla Fjallabyggðar.

2.Ráðning skólastjóra Leikskóla Fjallabyggðar

Málsnúmer 1003016Vakta málsnúmer

Umsækjendur um stöðuna eru; Kristín María Hlökk Karlsdóttir og Olga Gísladóttir.

Fyrir bæjarráði liggur afstaða fræðslunefndar, fræðslufulltrúa og mat á umsækjendum frá ráðningarstofunni Capacent.

Bæjarráð samþykkir að ráða Olgu Gísladóttur sem skólastjóra Leikskóla Fjallabyggðar.

3.Ráðning skólastjóra Tónskóla Fjallabyggðar

Málsnúmer 1003017Vakta málsnúmer

Umsækjendur um stöðuna eru; Elías Þorvaldsson, Ave Tonisson og Magnús G. Ólafsson.

Fyrir bæjarráði liggur afstaða fræðslunefndar, fræðslufulltrúa og mat á umsækjendum frá ráðningarstofunni Capacent.

Bæjarráð samþykkir að ráða Magnús G. Ólafsson sem skólastjóra Tónskóla Fjallabyggðar.
Bæjarráð samþykkir jafnframt að tekið verði tillit til lífeyrisréttinda Elíasar Þorvaldssonar í tengslum við ráðningarmál.

Fundi slitið - kl. 10:00.