Tvær lausar stöður við Grunnskóla Fjallabyggðar

Laus staða stuðningsfulltrúa Grunnskóla Fjallabyggðar

Laus er 75% staða stuðningsfulltrúa við Grunnskóla Fjallabyggðar fyrir skólaárið 2024-2025.
Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.
Starfið er fjölbreytt og skemmtilegt í lifandi umhverfi þar sem áhersla er lögð á góð samskipti.

Helstu verkefni:

  • Að sinna stuðningi við nemanda/nemendur inn í bekk og fylgja eftir í kennslustundir í öðrum námsgreinum.
  • Taka þátt í gæslu í frímínútum eftir atvikum.

Hæfnikröfur:

  • Hafa náð 20 ára aldri
  • Hafa gott vald á íslensku.
  • Eiga auðvelt með góð samskipti og samvinnu.

Laun eru greidd samkvæmt kjarasamningum viðkomandi stéttarfélags og launanefndar sveitarfélaga.
Umsókn um starfið skal skilað, ásamt kynningarbréfi og/eða ferilskrá, í tölvupósti á netfang Ásu Bjarkar Stefánsdóttur skólastýru, asabjork@fjallaskolar.is.
Umsækjendur þurfa að veita leyfi til upplýsingaöflunar úr sakaskrá. Nánari upplýsingar fást hjá skólastjóra í síma 4649150 eða 6959998
Umsóknarfrestur er til og með 21. október 2024.

Laus er 40% staða starfsmanns í lengdri viðveru, frístundastarfi yngri barna  í skólahúsinu við Norðurgötu á Siglufirði.

Vinnutími er frá kl. 13:30 til kl. 16:15 alla virka daga.
Starfið felst í að vinna að frístundastarfi yngri barna (1. - 4. bekkur) eftir að hefðbundinni kennslu lýkur á daginn. Starfið er fjölbreytt og skemmtilegt í lifandi umhverfi þar sem áhersla er lögð á góð samskipti.
Umsóknum um störfin skal skilað, ásamt kynningarbréfi og/eða ferilskrá, í tölvupósti á netfang Ásu Bjarkar Stefánsdóttur skólastjóra, asabjork@fjallaskolar.is.

Umsóknarfrestur er til og með 21. október 2024.

Umsækjendur þurfa að veita leyfi til upplýsingaöflunar úr sakaskrá. Nánari upplýsingar fást hjá skólastjóra í síma 464-9150 eða 695-9998