Iðja - dagvist fatlaðra

Markmið Iðjunnar er að auka og/eða viðhalda færni og hæfni einstaklingsins, efla sjálfstraust, sjálfsvirðingu og sjálfsmynd hans. Í Iðju/dagvist njótum við augnabliksins, upplifum tilhlökkun, vellíðan og öryggi ásamt því að efla sköpunargleði okkar.

Iðja/dagvist í Fjallabyggð veitir fólki þjálfun, umönnun og afþreytingu og vinnu við létt verkefni sem vegna fötlunar sinnar þurfa sérhæfða og einstaklingsmiðaða þjónustu. Iðja/dagvist starfar eftir lögum um málefni fatlaðra nr. 59/1992 og notendur eru eldri en 18 ára. Með þjálfun og hæfingu er dregið úr áhrifum fötlunar og færni til þátttöku í daglegu lífi aukin.

Iðja/dagvist í Fjallabyggð veitir fólki þjálfun, umönnun og afþreytingu og vinnu við létt verkefni sem vegna fötlunar sinnar þurfa sérhæfða og einstaklingsmiðaða þjónustu. Iðja/dagvist starfar eftir lögum um málefni fatlaðra nr. 59/1992 og notendur eru eldri en 18 ára. Með þjálfun og hæfingu er dregið úr áhrifum fötlunar og færni til þátttöku í daglegu lífi aukin. 

Í iðjunni er unnið handverk sem hefur verið selt hér á staðnum. Þar má nefna allskonar trévöru, gluggahlera, túlípana, dagatöl, jólatré í ýmsum gerðum, epli, stjörnur, kisur og fleira. Þæfðar töskur, grjónapunga, hárhandklæði, prjónavörur, kortagerð, jólamerkisspjöld og friðarkerti eru framleidd fyrir hver jól sem eru svo seld hér í Siglufirði.

Tengiliðir

Ólína Þ Guðjónsdóttir

Deildarstjóri