Starfslok fráfarandi bæjarstjóra og tímabundin ráðning nýs bæjarstjóra

Málsnúmer 2412033

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 252. fundur - 20.12.2024

Fyrir liggur undirritaður samningur um starfslok fráfarandi bæjarstjóra í samræmi við ráðningasamning dags.15.júlí 2022.
Jafnframt er lögð fram tillaga að tímabundinni ráðningu nýs bæjarstjóra.
Samþykkt
Bæjarstjórn samþykkir fyrirliggjandi samkomulag um starfslok og þakkar Sigríði fyrir hennar störf í þágu sveitarfélagsins.

Bæjarstjórn samþykkir þá í ljósi ofangreinds að skrifstofustjóri verði ráðinn tímabundið í starf bæjarstjóra frá 20.desember 2024 til 31.mars 2025 eða þar til nýr bæjarstjóri verður ráðinn. Fyrsta varaforseta bæjarstjórnar veitt umboð til þess að ganga frá tímabundnum ráðningarsamningi við skrifstofustjóra í samráði við lögmann sveitarfélagsins með hliðsjón af ákvæðum kjarasamninga sem og samningi fráfarandi bæjarstjóra.

Samþykkt með 7 atkvæðum