Tilboð dregið til baka og slit á félagi.

Málsnúmer 2412031

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 857. fundur - 20.12.2024

Fyrir liggur erindi frá Lavar ehf. þar sem tilkynnt er um þá ákvörðun að draga tilboð félagsins í ræstingar í Fjallabyggð til baka og slíta félaginu Lavar ehf.
Vísað til afgreiðslu starfsmanns
Í ljósi þess að Lavar ehf. hefur dregið tilboð sín til baka og að höfðu samráði við lögmann bæjarins samþykkir bæjarráð að hefja að nýju útboð á ræstingum í Grunnskóla Fjallabyggðar á Siglufirði, í Ráðhúsi Fjallabyggðar á Siglufirði og í Leikskóla Fjallabyggðar Leikskálum á Siglufirði. Skrifstofustjóra veitt heimild til þess að semja um tímabundna framlengingu á núverandi samkomulagi við ræstingaaðila á þessum stofnunum til og með 28.febrúar 2025. Bæjarráð óskar jafnframt eftir áliti lögmanns á réttarstöðu sveitarfélagsins vegna ákvörðunar Lavar ehf.