Bæjarráð Fjallabyggðar

857. fundur 20. desember 2024 kl. 10:00 - 10:20 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Tómas Atli Einarsson varafulltrúi
  • Guðjón M. Ólafsson formaður
  • Helgi Jóhannsson aðalfulltrúi
Starfsmenn
  • Þórir Hákonarson skrifstofustjóri
Fundargerð ritaði: Þórir Hákonarson Skrifstofustjóri

1.Landsmót UMFÍ 50 árið 2025

Málsnúmer 2310003Vakta málsnúmer

Með fundarboði fylgja drög að samstarfssamningi milli UMFÍ, UÍF og Fjallabyggðar vegna framkvæmd Landsmóts 50 sem haldið verður 27.-29. júní 2025 í Fjallabyggð.
Samþykkt
Bæjarráð gerir ekki athugasemd við samninginn.

2.Samningur Fjallabyggðar við Lavar ehf.

Málsnúmer 2412027Vakta málsnúmer

Fyrir liggur erindi frá Sólar ehf. þar sem vakin er athygli bæjarráðs Fjallabyggðar á upplýsingum sem óvíst er hvort samræmast samningsskuldbindingum Lavar ehf. við Fjallabyggð um ræstingar.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar

3.Tilboð dregið til baka og slit á félagi.

Málsnúmer 2412031Vakta málsnúmer

Fyrir liggur erindi frá Lavar ehf. þar sem tilkynnt er um þá ákvörðun að draga tilboð félagsins í ræstingar í Fjallabyggð til baka og slíta félaginu Lavar ehf.
Vísað til afgreiðslu starfsmanns
Í ljósi þess að Lavar ehf. hefur dregið tilboð sín til baka og að höfðu samráði við lögmann bæjarins samþykkir bæjarráð að hefja að nýju útboð á ræstingum í Grunnskóla Fjallabyggðar á Siglufirði, í Ráðhúsi Fjallabyggðar á Siglufirði og í Leikskóla Fjallabyggðar Leikskálum á Siglufirði. Skrifstofustjóra veitt heimild til þess að semja um tímabundna framlengingu á núverandi samkomulagi við ræstingaaðila á þessum stofnunum til og með 28.febrúar 2025. Bæjarráð óskar jafnframt eftir áliti lögmanns á réttarstöðu sveitarfélagsins vegna ákvörðunar Lavar ehf.

4.Boð á rafrænt aukaþing SSNE 2025

Málsnúmer 2412030Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi Samtaka sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra (SSNE), um boð á rafrænt aukaþing SSNE sem haldið verður á Teams 7. janúar næstkomandi kl. 14:00.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar

5.Fundargerðir nefnda og stjórna Fjallabyggðar - 2024

Málsnúmer 2401003Vakta málsnúmer

Fundargerð 147. fundar fræðslu- og frístundanefndar, 157. fundar félagsmálanefndar og 44. fundar Tónlistarskólans á Tröllaskaga lagðar fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar

Fundi slitið - kl. 10:20.