Ungmennaþing SSNE 2024

Málsnúmer 2411002

Vakta málsnúmer

Ungmennaráð Fjallabyggðar - 42. fundur - 07.02.2025

Dagana 14. og 15. október 2024 fór fram ungmennaþing SSNE í Þingeyjarsveit. Þetta var í fjórða sinn sem slíkt þing er haldið og er fulltrúum allra sveitarfélaga á starfssvæðinu boðið til þátttöku. Yfirmarkmið ungmennaþinganna hefur verið og er að valdefla ungt fólk, styrkja tengsl þeirra við hvert annað og efla samvinnu á milli sveitarfélaga. Þrjú ungmenni voru fulltrúar Fjallabyggðar á þinginu.
Lagt fram til kynningar
Nefndarmenn ungmennaráðs þeir Steingrímur Árni og Sverrir Freyr voru þátttakendur í þinginu í haust og sögðu frá hvernig upplifun þeirra var, m.a. að ungmennin hafi tekið virkan þátt í fjölbreyttum vinnustofum. Ein af þeim snéri að því að læra að útbúa erindi til sveitastjórna með tilheyrandi rökum og lærðu ungmennin að útbúa erindi til sinnar sveitarstjórnar. Unnið með samgöngur í sveitarfélögunum.
Tilgangur verkefnis var í raun tvíþættur, annars vegar að nota útfærslu á raundæmi til að hvetja ungmenni og sýna þeim hvernig hægt er að nýta lýðræðislega þátttöku til að hafa áhrif á eigið samfélag.
Einnig eru nefndarmenn sammála um að vinnustofa Lýðræðislestarinnar sem var á Ungmennaþinginu hafi verið mjög fróðleg og vill ungmennaráð endilega athuga hvort hægt væri að fá slíka vinnustofu eða fyrirlestur af þeim toga fyrir skólana í Fjallabyggð. Sölku Hlín frístundafulltrúa var falið að athuga með það.