Innri höfn 2024 - Raforkuvirki

Málsnúmer 2409033

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 843. fundur - 13.09.2024

Þriðjudaginn 27.08.2024 rann út frestur til að skila inn tilboðum til Vegagerðarinnar í verkið "Siglufjörður. Raforkuvirki 2024". Útboðið var opið og auglýst á heimasíðu Vegagerðar og útboðsvef um opinber útboð.
Engar athugasemdir bárust um framkvæmd útboðsins.
Eftirfarandi tilboð bárust:
Rafeyri ehf., Akureyri - kr. 18.667.512,-
Raffó ehf., Siglufirði - kr. 12.063.528,-
Kostnaðaráætlun, kr. 15.716.058,-

Tilboðin hafa verið yfirfarin og leiðrétt eftir því sem við á. Vegagerðin leggur til að gengið verði til samninga við lægstbjóðanda og að bindandi samningur verði gerður.
Samþykkt
Bæjarráð gerir hvorki athugasemdir við framkvæmd útboðsins né tillögu Vegagerðarinnar um að samið verði við lægstbjóðanda. Bæjarráð samþykkir fyrir sitt leyti því útboðið og felur bæjarstjóra að undirrita fyrir hönd sveitarfélagsins.