Samstarf vegna RECET

Málsnúmer 2409017

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 843. fundur - 13.09.2024

Með fundarboði bæjarráðs fylgdi erindi Eims og SSNE vegna viljayfirlýsingar um aðgerðaráætlun í orkuskiptum.
Eimur og SSNE taka þátt í RECET verkefninu sem snýst um að efla getu sveitarfélaganna til að takast á við orkuskipti í dreifðum byggðum. Markmiðið er að hvert sveitarfélag hafi í höndunum raunhæfa aðgerðaáætlun til að hraða þessari þróun, enda er það í samræmi við stefnumörkun ríkis og sveitar í þessum málum. RECET- verkefnið er til þriggja ára. Það hófst haustið 2023 og lýkur 2026. Í aðdraganda skila RECET umsóknarinnar haustið 2022 skrifaði Fjallabyggð undir viljayfirlýsingu um samstarf í verkefninu. Með erindinu vilja Eimur og SSNE hnykkja á þeirri yfirlýsingu og staðfesta hvort vilji sé enn fyrir hendi til þátttöku í vinnu við gerð aðgerðaráætlunar í orkuskiptum, fyrir hvert og eitt sveitarfélag.
Samþykkt
Bæjarráð staðfestir áframhaldandi þátttöku sveitarfélagsins í verkefninu.