Lóðarmörk Lindargötu 22 og 24

Málsnúmer 2406008

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 312. fundur - 19.06.2024

Lagt fram erindi Bjargar Sivjar Friðleifsdóttur sem barst tæknideild með tölvupósti þann 5.6.2024 vegna lóðarmarka milli Lindargötu 22 og 24. Einnig lagt fram minnisblað skipulagsfulltrúa dags. 11.6.2024.
Eins og fram kemur í framlögðu minnisblaði skipulagsfulltrúa, þurfa eigendur Lindargötu 22 og 24 að sækja um endurnýjun lóðarleigusamninga fyrir lóðirnar. Í þeirri vinnu verða teiknuð upp lóðarmörk í samráði við báða aðila og í framhaldinu ætti að vera hægt að reka niður hæla ef þess er óskað. Það er ekki hlutverk sveitarfélagsins að hlutast til um umferðarétt, heldur er það lóðarhafa að komast að samkomulagi um það.