Umferdaröryggi Fjallabyggð

Málsnúmer 2405070

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 312. fundur - 19.06.2024

Lagt fram erindi Guðlaugs Magnúsar Ingasonar varðandi hámarkshraða og umferðaröryggi í Ólafsfirði, sem barst með tölvupósti þann 29.5.2024.
Vísað til afgreiðslu starfsmanns
Nefndin þakkar fyrir góða ábendingu og tekur undir áhyggjur málsaðila varðandi merkingar og seinagang við afgreiðslu hámarkshraða í þéttbýli Fjallabyggðar. Tæknideild falið að koma erindinu áfram til veghaldara þjóðvegarins og með vísun í bókun máls nr.2302025 verði þetta mál afgreitt svo fljótt sem auðið er.