Endurnýjun á leyfi til vargeyðingar á Leirutanga

Málsnúmer 2404010

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 310. fundur - 10.04.2024

Lagt fram erindi Icelandic Eider ehf., leigutaka dúntekju á Leirutanga, þar sem óskað er eftir því að endurnýja leyfi til vargeyðingar á Leirutanga. Sérstakt leyfi var gefið út fyrir framkvæmdarstjóra Icelandic Eider ehf, Árna Rúnar Örvarsson, til vargeyðingar þar árið 2023 en endurnýja þarf leyfið árlega. Einnig vill Icelandic Eider ehf. koma því áleiðis að vargeyðingu hefur verið afar ábótavant þá mánuði sem ekki er varptími æðarfugls, bæði á Siglufirði og í Ólafsfirði og vonar undirritaður að það standi til bóta.
Samþykkt
Nefndin samþykkir fyrir sitt leyti endurnýjun leyfis til vargeyðingar á Leirutanga.