Fundargerð fræðslu- og frístundanefndar er í fjórum liðum.
Til afgreiðslu eru liðir 2, 3 og 4. Aðrir liðir þarfnast ekki afgreiðslu bæjarstjórnar.
-
Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 139
Undir þessum dagskrárlið sátu Ása Björk Stefánsdóttir skólastjóri Grunnskóla Fjallabyggðar og Guðný Huld Árnadóttir fulltrúi foreldra. Skólastjóri leggur til breytingar á skólareglum Grunnskóla Fjallabyggðar. Breytingar felast í því að ávarpa ábyrgð nemenda og forráðafólks varðandi skaðabótaskyldu ef gerðar eru vísvitandi skemmdir á gögnum og munum grunnskólans.
Fræðslu- og frístundanefnd samþykkir breytingar á skólareglum fyrir sitt leyti og vísar til afgreiðslu bæjarstjórnar.
Bókun fundar
Bæjarstjórn staðfestir ofangreinda afgreiðslu fræðslu- og frístundanefndar með 7 atkvæðum.
-
Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 139
Undir þessum dagskrárlið sátu Ása Björk Stefánsdóttir skólastjóri Grunnskóla Fjallabyggðar og Guðný Huld Árnadóttir fulltrúi stjórnendateymis Leikskóla Fjallabyggðar.
Skólastjórnendur fóru yfir drög að skóladagatölum leik- og grunnskóla fyrir skólaárið 2024-2025. Skóladagatölin eru samræmd á milli leik- og grunnskóla svo og við skóladagatal tónlistarskólans eins og hægt er. Fræðslu- og frístundanefnd samþykkir skóladagatölin fyrir sitt leyti og vísar til afgreiðslu bæjarstjórnar.
Bókun fundar
Bæjarstjórn staðfestir ofangreinda afgreiðslu fræðslu- og frístundanefndar með 7 atkvæðum.
-
Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 139
Erindi frá Umboðsmanni barna rætt. Umræður sköpuðust um mikilvægi góðrar hljóðvistar í skólahúsnæði. Í skólahúsnæðum Fjallabyggðar þarf víða að bæta hljóðvist og hvetur fræðslu- og frístundanefnd til þess að þeim úrbótum verði flýtt eins og kostur er. Sérstaklega þarf að bæta hljóðvist í matsölum grunnskólans.
Bókun fundar
Bæjarstjórn staðfestir ofangreinda afgreiðslu fræðslu- og frístundanefndar með 7 atkvæðum.
Hafin er vinna við að bæta hljóðvist í matsal grunnskólans á Ólafsfirði.