Óveruleg breyting á Aðalskipulagi Fjallabyggðar 2020-2032 - Námuvegur Ólafsfirði

Málsnúmer 2403070

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 310. fundur - 10.04.2024

Lögð fram tillaga að breytingu Aðalskipulags Fjallabyggðar við Námuveg 8 í Ólafsfirði, dags. 25.3.2024. Landnotkunarreitur 302 AT minnkar um 0,5 ha og nýr landnotkunarreitur verslunar og þjónustu við Námuveg 8 verður til (329 VÞ). Skipulagsákvæði sett í samræmi við fyrirhugaða nýtingu húsnæðis við Námuveg 8.
Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar
Nefndin samþykkir tillöguna fyrir sitt leyti og leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði afgreidd í samræmi við 2.mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 242. fundur - 30.04.2024

Á 310. fundi skipulags- og umhverfisnefndar var lögð fram tillaga að breytingu aðalskipulags Fjallabyggðar við Námuveg 8 í Ólafsfirði, dags. 25.3.2024. Landnotkunarreitur 302 AT minnkar um 0,5 ha og nýr landnotkunarreitur verslunar og þjónustu við Námuveg 8 verður til (329 VÞ). Skipulagsákvæði sett í samræmi við fyrirhugaða nýtingu húsnæðis við Námuveg 8.

Nefndin samþykkti tillöguna fyrir sitt leyti og leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði afgreidd í samræmi við 2.mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Enginn tók til máls.
Samþykkt
Bæjarstjórn staðfestir ofangreinda afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar með 7 atkvæðum.