Úttekt á akstursþjónustu og úrgangsmálum fyrir Fjallabyggð

Málsnúmer 2403059

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 825. fundur - 26.03.2024

Lagt er fram minnisblað bæjarstjóra um kaup á úttekt á akstursþjónustu Fjallabyggðar sem sett var á laggirnar haustið 2023 og úttekt á fyrirkomulagi flokkunarstöðva í Fjallabyggð og framtíðarsýn.
Samþykkt
Bæjarráð samþykkir að fá ráðgjafa til verksins sbr. minnisblað bæjarstjóra.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 833. fundur - 07.06.2024

Lögð fram minnisblöð ráðgjafans Kjartans Brodda Bragasonar um annars vegar akstursþjónustu og hins vegar úrgangsmál í Fjallabyggð.
Bæjarráð þakkar Kjartani Brodda fyrir minnisblöðin. Minnisblöðum er annars vegar vísað til starfshóps um úrgangsmál og hins vegar til deildarstjóra félagsmáladeildar. Deildarstjóra félagsmáladeildar er falið að leggja fyrir næsta fund bæjarráðs tillögur um úrbætur samanber afgreiðslu bæjarráðs 9. febrúar síðastliðinn m.t.t. þeirrar reynslu sem hefur komið út úr rekstri akstursþjónustunnar og þess sem kemur fram í minnisblaðinu.