Bæjarráð Fjallabyggðar - 825. fundur - 26. mars 2024.

Málsnúmer 2403011F

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 242. fundur - 30.04.2024

Fundargerð bæjarráðs er í 15 liðum.
Til afgreiðslu eru liðir 2, 3, 4, 5, 6 ,7, 8 og 9.
Aðrir liðir þarfnast ekki afgreiðslu og eru lagðir fram til kynningar.

Helgi Jóhannsson tók til máls undir 2. lið fundargerðarinnar.
  • .2 2403059 Úttekt á akstursþjónustu og úrgangsmálum fyrir Fjallabyggð
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 825. fundur - 26. mars 2024. Bæjarráð samþykkir að fá ráðgjafa til verksins sbr. minnisblað bæjarstjóra. Bókun fundar Bæjarstjórn staðfestir ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs með 7 atkvæðum.
  • .3 2401086 Aðalgata, Siglufirði
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 825. fundur - 26. mars 2024. Bæjarráð samþykkir tillögu deildarstjóra tæknideildar um að taka tilboði lægstbjóðanda, Sölva Sölvasonar kr. 65.868.982,-. Bæjarráð leggur áherslu á að náið og gott samstarf verði haft við verslunar- og fasteignaeigendur meðan á framkvæmdinni stendur. Bókun fundar Bæjarstjórn staðfestir ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs með 7 atkvæðum.
  • .4 2403048 Umsagnarbeiðni rekstrarleyfis
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 825. fundur - 26. mars 2024. Bæjarráð fyrir sitt leyti gerir ekki athugasemd við rekstrarleyfi. Bókun fundar Bæjarstjórn staðfestir ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs með 7 atkvæðum.
  • .5 2403051 Umsagnarbeiðni rekstrarleyfi gistingar - Hlíðarvegur 20
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 825. fundur - 26. mars 2024. Bæjarráð fyrir sitt leyti gerir ekki athugasemd við rekstrarleyfi. Bókun fundar Bæjarstjórn staðfestir ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs með 7 atkvæðum.
  • .6 2403052 Umsagnarbeiðni tímabundið áfengisleyfi - Barðsmenn
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 825. fundur - 26. mars 2024. Bæjarráð heimilar fyrir sitt leyti veitingu tímabundins áfengisleyfis.
    Helgi Jóhannsson sat hjá við atkvæðagreiðslu.
    Bókun fundar Bæjarstjórn staðfestir ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs með 7 atkvæðum.
  • .7 2403055 Ósk um að loka götu tímabundið.
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 825. fundur - 26. mars 2024. Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við tímabundna lokun götunnar. Bókun fundar Bæjarstjórn staðfestir ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs með 7 atkvæðum.
  • .8 2403068 Veggmyndir og barnasmiðja.
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 825. fundur - 26. mars 2024. Bæjarráð veitir fyrir sitt leyti Emmu Louise Sanderson leyfi til þess að mála tvo inniveggi í stofnunum sveitarfélagsins, sbr. minnisblað deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmáladeildar. Bókun fundar Bæjarstjórn staðfestir ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs með 7 atkvæðum.
  • .9 2403031 Kjarasamningar 2024
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 825. fundur - 26. mars 2024. Bæjarráð Fjallabyggðar fagnar nýgerðum kjarasamningum á almennum vinnumarkaði, þeir eru mikilvægt framlag til að stöðugleika verði náð í hagkerfinu og sérstaklega í rekstri sveitarfélaga. Enn er eftir að semja um kjör við opinbera starfsmenn.
    Fjallabyggð mun nú hefja endurskoðun á gjaldskrám sínum til samræmis við það samkomulag sem gert var í tengslum við nýgerða kjarasamninga. Bæjarstjóra er falið að koma með tillögu að uppfærðum gjaldskrám sem tengjast barnafjölskyldum og fólki í viðkvæmri stöðu þar sem hækkanir umfram 3,5% eru leiðréttar. Bæjarstjóra er einnig falið að leita umsagnar ábyrgðarnefndar viðkomandi gjaldskráa og leggja að svo búnu fyrir bæjarráð.
    Fjallabyggð mun ekki skorast undan þátttöku í gjaldfrjálsum skólamáltíðum en telur óljóst á núverandi tímapunkti hvernig ríkisvaldið hyggst koma að fjármögnun og framkvæmd verkefnisins.


    Bókun fundar Bæjarstjórn staðfestir ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs með 7 atkvæðum.