Loftslagsstefna Fjallabyggðar

Málsnúmer 2401077

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 310. fundur - 10.04.2024

Fulltrúar SSNE mættu á fundinn í gegnum fjarfundarbúnað og kynntu málefni loftslagsstefnu sem sveitarfélögum er skylt að setja skv. lögum nr.70/2012 um loftslagsmál.
Vísað til afgreiðslu starfsmanns
Nefndin þakkar fyrir góða kynningu. Tæknideild falið að vinna málið áfram.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 832. fundur - 24.05.2024

Með fundarboði bæjarráðs fylgdu verkefnatillögur og drög að samstarfssamningi frá ReSource ehf. vegna vinnu við grænt bókhald og loftslagsstefnu Fjallabyggðar. Málið var tekið fyrir á 310. fundi skipulags- og umhverfisnefndar þar sem tæknideild er falið að vinna málið áfram.
Samþykkt
Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við drögin og felur bæjarstjóra að undirrita samninginn fyrir hönd sveitarfélagsins.