Lögbinding starf félagsmiðstöðva.

Málsnúmer 2401029

Vakta málsnúmer

Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 135. fundur - 15.01.2024

Óskað er eftir umsögnum um Áform um frumvarp til laga um æskulýðs- og frístundastarf inn í samráðsgátt stjórnvalda.
Vísað til afgreiðslu starfsmanns
Lagt fram erindi frá Samfés, samtökum félagsmiðstöðva þar sem hvatt er til umsagnar um áform um frumvarp til laga um æskulýðs- og frístundastarf inn á samráðsgátt.
Fræðslu- og frístundanefnd felur frístundafulltrúa og deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála að skoða áformin og veita umsögn ef tilefni er til.

Ungmennaráð Fjallabyggðar - 40. fundur - 15.03.2024

Áform um setningu nýrra æskulýðslaga kynnt fyrir Ungmennaráði.
Lagt fram til kynningar
Frístundafulltrúi og deildarstjóri fræðslu-, frístunda- og menningarmála útskýrðu þýðingu þeirra áforma að lögbinda starf félagsmiðstöðva. Starf félagsmiðstöðva er mikilvægur þáttur í frístundastarfi og uppeldi barna og unglinga. Lögbinding félagsmiðstöðva er því framfaraskref. Oft nær starf félagsmiðstöðva til þeirra barna og unglinga sem íþróttafélög ná ekki til. Það er dýrmætt. Ungmennaráð fagnar áformum um lagasetningu þar sem m.a. er verið að lögbinda starfsemi félagsmiðstöðva.