Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar

135. fundur 15. janúar 2024 kl. 16:30 - 18:30 í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði
Nefndarmenn
  • Karen Sif Róbertsdóttir varamaður, D lista
  • Sandra Finnsdóttir aðalmaður, D lista
  • Katrín Freysdóttir aðalmaður, H lista
  • Bryndís Þorsteinsdóttir aðalmaður, A lista
Starfsmenn
  • Ríkey Sigurbjörnsdóttir deildarstjóri fræðslu-, frístunda- og menningarmála
Fundargerð ritaði: Ríkey Sigurbjörnsdóttir deildarstjóri fræðslu-, frístunda og menningarmála
Jakob Örn Kárason varaformaður var fjarverandi og ekki náðist að boða varamann hans.
Nefndarmenn samþykktu samhljóða að Bryndís Þorsteinsdóttir stýrði fundi í fjarveru formanns og varaformanns.

1.Skólastarf Leikskóla Fjallabyggðar skólaárið 2023-2024

Málsnúmer 2306018Vakta málsnúmer

Skólastjóri leikskólans er gestur fundarins og fer yfir starfið í ársbyrjun.
Lagt fram til kynningar
Undir þessum lið sat Kristín M. H. Karlsdóttir skólastjóri Leikskóla Fjallabyggðar.
Skólastjóri fór yfir ýmis mál tengdu daglegu starfi skólans og hvernig það lítur út fram að vori. Skólastarf fer vel af stað á nýju ári. Skólastjóri kynnti hugmynd að merki leikskólans en það er sett saman m.a. úr teikningum nemenda.

2.Nordplus verkefni í Grunnskóla Fjallabyggðar

Málsnúmer 2401032Vakta málsnúmer

Kristín B. Davíðsdóttir kennari er gestur fundarins. Kristín kynnir Nordplús verkefni sem grunnskólinn er þátttakandi í.
Lagt fram til kynningar
Undir þessum lið sátu Ása Björk Stefánsdóttir skólastjóri Grunnskóla Fjallabyggðar, Árnína Björt Heimisdóttir fulltrúi kennara og Kristrún Líney Þórðardóttir fulltrúi foreldra ásamt Kristínu Brynhildi Davíðsdóttur sem heldur utan um erlend samstarfsverkefni skólans.

Kristín Brynhildur kynnti fyrir fundarmönnum þau tvö Nordplus junior verkefni sem grunnskólinn er þátttakandi í ásamt fleiri Norðurlöndum.

Annað verkefnið gengur út á kennaraheimsóknir grunnskóla í þremur Norðurlöndum, Ísland, Svíþjóð og Finnland. Viðfangsefnið er lesskilningur og skoða kennarar og starfsmenn kennsluaðferðir og nálganir til eflingar lesskilningi, hjá hinum skólunum. Því verkefni lýkur í febrúar 2024.

Hitt verkefnið gengur út á nemenda- og kennaraheimsóknir og eru skólar af öllum Norðurlöndum þátttakendur. Áherslan er haf, orka, auðlyndir og inngilding (MERI). Því verkefni lýkur vorið 2025.
Fræðslu- og frístundarnefnd þakkar Kristínu Brynhildi fyrir góða kynningu og það óeigingjarna starf sem hún hefur innt af hendi fyrir hönd Grunnskóla Fjallabyggðar. Verkefnin eru bæði mjög vel heppnuð og munu skila grunnskólanum innsýn og þróun í kennsluháttum.

3.Grunnskóli Fjallabyggðar, innra mat, umbóta- og starfsáætlanir gæðaráðs.

Málsnúmer 2311021Vakta málsnúmer

Skólastjóri kynnir innra mat, umbóta og starfsáætlanir gæðaráðs.
Lagt fram til kynningar
Undir þessum lið sátu Ása Björk Stefánsdóttir skólastjóri Grunnskóla Fjallabyggðar, Árnína Björt Heimisdóttir fulltrúi kennara og Kristrún Líney Þórðardóttir fulltrúi foreldra.
Skólastjóri kynnti fyrir fundarmönnum vinnu við innra mat grunnskólans ásamt umbóta- og starfsáætlunum gæðaráðs.

4.Símafrí. Reglur um notkun nemenda á farsímum í Grunnskóla Fjallabyggðar.

Málsnúmer 2311022Vakta málsnúmer

Skólastjóri fer yfir hvernig hefur gengið eftir að reglur tóku gildi.
Lagt fram til kynningar
Undir þessum lið sátu Ása Björk Stefánsdóttir skólastjóri Grunnskóla Fjallabyggðar, Árnína Björt Heimisdóttir fulltrúi kennara og Kristrún Líney Þórðardóttir fulltrúi foreldra.
Skólastjóri fór yfir árangur af reglum um símafrí í grunnskólanum. Fræðslu- og frístundanefnd styður við reglurnar og hvetur til áframhaldandi símafrís með þróun á annarri afþreyingu í frímínútum fyrir nemendur.

5.Fundadagatal nefnda 2024

Málsnúmer 2401009Vakta málsnúmer

Farið yfir tillögu að fundardagatali.
Samþykkt
Fundadagatal nefnda 2024 lagt fram til kynningar. Fræðslu- og frístundanefnd samþykkir dagatalið fyrir sitt leyti.

6.Lögbinding starf félagsmiðstöðva.

Málsnúmer 2401029Vakta málsnúmer

Óskað er eftir umsögnum um Áform um frumvarp til laga um æskulýðs- og frístundastarf inn í samráðsgátt stjórnvalda.
Vísað til afgreiðslu starfsmanns
Lagt fram erindi frá Samfés, samtökum félagsmiðstöðva þar sem hvatt er til umsagnar um áform um frumvarp til laga um æskulýðs- og frístundastarf inn á samráðsgátt.
Fræðslu- og frístundanefnd felur frístundafulltrúa og deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála að skoða áformin og veita umsögn ef tilefni er til.

7.Styrkumsóknir 2024 - Fræðslumál

Málsnúmer 2309074Vakta málsnúmer

Fræðslu- og frístundanefnd bókar úthlutun fræðslustyrkja fyrir 2024. Unnið var úr umsóknum í nóvember sl.
Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar
Fræðslu- og frístundanefnd vísar tillögu að úthlutun fræðslustyrkja fyrir árið 2024 til afgreiðslu bæjarstjórnar. Auglýst var eftir umsóknum um styrki til fræðslumála sl. haust og unnið úr umsóknum á desemberfundi nefndarinnar. Umsækjendur eiga von á svarbréfi í lok janúarmánaðar.

Fundi slitið - kl. 18:30.