Innviðagreining

Málsnúmer 2308062

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 802. fundur - 01.09.2023

Fjölmörg sveitarfélög hafa á síðustu árum ráðist í innviðagreiningar með það að markmiði að auðvelda einstaklingum, fyrirtækjum og öðrum áhugasömum aðilum að taka ákvarðanir um fjárfestingar og uppbyggingu. Bæjarráð óskar eftir að sveitarfélagið Fjallabyggð ráðist í að greina stöðuna á innviðunum í samfélaginu með það að markmiði að auka fjárfestingu í sveitarfélaginu.
Vísað til afgreiðslu starfsmanns
Bæjarstjóra falið að vinna málið áfram og kalla eftir tilboðum og verklýsingum vegna innviðagreiningar fyrir Fjallabyggð og leggja fyrir bæjarráð.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 805. fundur - 29.09.2023

Tillaga og tilboð KPMG í innviðagreiningu lögð fram.
Vísað til afgreiðslu starfsmanns
Þar sem aðeins eitt tilboð barst í innviðagreiningu þá felur bæjarráð bæjarstjóra og formanni bæjarráðs að ganga til viðræðna við þann aðila sem bauð í verkið og leggja síðan fyrir bæjarráð tillögu ásamt viðauka vegna verkefnisins.