Vallarbraut, útboð

Málsnúmer 2303091

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 785. fundur - 04.04.2023

Lagt fram minnisblað deildarstjóra tæknideildar þar sem óskað er eftir heimild bæjarráðs til þess að halda lokað útboð á verkefninu "Vallarbraut, gatnagerð og veitur".
Samþykkt
Bæjarráð veitir deildarstjóra tæknideildar heimild fyrir lokuðu útboði.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 788. fundur - 02.05.2023

Tilboð voru opnuð þriðjudaginn 25 apríl í verkefnið "Siglufjörður - Vallarbraut". Eftirfarandi tilboð bárust:
Sölvi Sölvason 71.743.035,-
Bás ehf. 61.599.150,-
Kostnaðaráætlun 73.698.452,-
Samþykkt
Bæjarráð samþykkir að taka tilboði lægstbjóðanda Bás ehf. kr. 61.599.150,-

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 230. fundur - 15.05.2023

Á 788. fundi bæjarráðs voru lögð fram tilboð í verkefnið "Siglufjörður - Vallarbraut". Eftirfarandi tilboð bárust:
Sölvi Sölvason 71.743.035,-
Bás ehf. 61.599.150,-
Kostnaðaráætlun 73.698.452,-
Bæjarráð samþykkti að taka tilboði lægstbjóðanda Bás ehf. kr. 61.599.150,-
Viðauki 7 við fjárhagsáætlun 2023 er lagður fram til staðfestingar í bæjarstjórn. Fjárfestingaáætlun ársins hækkar um alls 26.000.000,-, þar af fyrirhuguð eignfærsla upp á kr. 4.000.000 í Veitustofnun og kr. 21.000.000 í Eignasjóði vegna gatnagerðar. Hækkuninni verður mætt með lækkun á handbæru fé.

Enginn tók til máls.
Samþykkt
Ofangreind afgreiðsla bæjarráðs ásamt framlögðum viðauka nr. 7 við fjárhagsáætlun 2023 samþykkt með 7 atkvæðum.