Staða skólastjóra Leikskóla Fjallabyggðar - uppsögn á starfi

Málsnúmer 2303039

Vakta málsnúmer

Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 123. fundur - 20.03.2023

Skólastjóri Leikskóla Fjallabyggðar hefur sagt upp starfi sínu við leikskólann.
Lagt fram til kynningar
Uppsögn skólastjóra Leikskóla Fjallabyggðar á starfi sínu lögð fram til kynningar. Starfslok skólastjóra verður 30. júní nk. Staðan verður auglýst á næstunni.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 783. fundur - 21.03.2023

Skólastjóri Leikskóla Fjallabyggðar hefur sagt upp starfi sínu. Starfslok verða 30. júní nk.
Lagt er fram vinnuskjal deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála um að hefja ráðningarferli nýs skólastjóra.
Samþykkt
Bæjarráð þakkar Olgu Gísladóttur fyrir hennar störf í þágu sveitarfélagsins og óskar henni velfarnaðar í hverju því sem hún tekur sér fyrir hendur.
Bæjarráð heimilar fyrir sitt leyti að Mögnum ráðningarþjónusta verði fengin til verksins. Bæjarstjóra og deildarstjóra fræðslu-, frístunda og menningarmála falið að annast ráðningarferlið.