Fundargerð skipulags- og umhverfisnefndar er í 17 liðum.
Til afgreiðslu eru liðir 1, 2, 3, 4, 5, 7, og 13.
Aðrir liðir þarfnast ekki afgreiðslu og eru lagðir fram til kynningar.
Enginn tók til máls.
.1
2303010
Umsókn um endurnýjun á lóðarleigusamningi - Hvanneyrarbraut 46
Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 297. fundur - 29. mars 2023.
Nefndin samþykkir endurnýjun lóðarleigusamnings en vesturmörk færast að fyrirhugaðri gangstétt samkvæmt fyrirhuguðu deiliskipulagi þjóðvega í þéttbýli Siglufjarðar.
Bókun fundar
Bæjarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu nefndarinnar.
.2
2303036
Umsókn um endurnýjun á lóðarleigusamningi - Hverfisgata 21 Siglufirði
Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 297. fundur - 29. mars 2023.
Erindi samþykkt.
Bókun fundar
Bæjarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu nefndarinnar.
.3
2303048
Umsókn um endurnýjun á lóðarleigusamningi - Túngata 18 Siglufirði
Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 297. fundur - 29. mars 2023.
Erindi samþykkt.
Bókun fundar
Bæjarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu nefndarinnar.
.4
2303064
Umsókn um endurnýjun á lóðarleigusamningi - Hólavegur 59 Siglufirði
Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 297. fundur - 29. mars 2023.
Nefndin samþykkir endurnýjun lóðarleigusamnings og þau lóðarmörk sem lagt er til á meðfylgjandi lóðarblaði tæknideildar að undanskyldri tillögu að lóðarmörkum sem hliðrað er til norðurs um 2 metra. Nefndin samþykkir að hliðrun norðurmarka séu stækkuð sem nemur hluta garðskúrs sem stendur utan lóðarmarka með það að markmiði að ganga sem minnst á lóðina Hólaveg 61 sem er hugsuð sem framtíðar byggingarlóð.
Bókun fundar
Bæjarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu nefndarinnar.
.5
2303016
Færsla á lóðinni Flugvallarvegur 1 Siglufirði
Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 297. fundur - 29. mars 2023.
Nefndin samþykkir færslu lóðarinnar í samræmi við framlagt lóðarblað.
Bókun fundar
Bæjarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu nefndarinnar.
.7
2303012
Beiðni um beitarhólf
Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 297. fundur - 29. mars 2023.
Erindi hafnað með vísan til gildandi samnings Fjallabyggðar við hestamannafélagið Glæsi.
Bókun fundar
Bæjarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu nefndarinnar.
.13
2303065
Beiðni um að láta framkvæmda staðbundið hættumat í Skeggjabrekku
Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 297. fundur - 29. mars 2023.
Nefndin samþykkir heimild til að láta framkvæma staðbundið hættumat.
Bókun fundar
Bæjarstjórn samþykkir með 6 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu nefndarinnar.
Helgi Jóhannsson vék af fundi undir afgreiðslu á þessum lið.