Fundargerð bæjarráðs er í 15 liðum.
Til afgreiðslu eru liðir 2, 3, 4, og 9.
Aðrir liðir þarfnast ekki afgreiðslu og eru lagðir fram til kynningar.
Enginn tók til máls.
.2
2303005
Reglur um styrki til nema í leikskólakennarafræðum í Fjallabyggð
Bæjarráð Fjallabyggðar - 783. fundur - 21. mars 2023.
Bæjarráð samþykkir reglurnar fyrir sitt leyti og vísar reglunum til afgreiðslu í bæjarstjórn. Deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála er falið að setja inn endurskoðunarákvæði í tengslum við fjárhagsáætlunargerð árið 2025.
Bókun fundar
Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til sérliðarins, "Reglur um styrki til nema í leikskólakennarafræðum í Fjallabyggð".
Samþykkt samhljóða.
.3
2303039
Staða skólastjóra Leikskóla Fjallabyggðar - uppsögn á starfi
Bæjarráð Fjallabyggðar - 783. fundur - 21. mars 2023.
Bæjarráð þakkar Olgu Gísladóttur fyrir hennar störf í þágu sveitarfélagsins og óskar henni velfarnaðar í hverju því sem hún tekur sér fyrir hendur.
Bæjarráð heimilar fyrir sitt leyti að Mögnum ráðningarþjónusta verði fengin til verksins. Bæjarstjóra og deildarstjóra fræðslu-, frístunda og menningarmála falið að annast ráðningarferlið.
Bókun fundar
Bæjarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs.
.4
2303040
Útboð á vátryggingum Fjallabyggðar 2024-2026
Bæjarráð Fjallabyggðar - 783. fundur - 21. mars 2023.
Bæjarráð samþykkir að fela Áhættulausnum ehf. að annast undirbúning og gerð útboðsgagna á vátryggingum fyrir hönd Fjallabyggðar samkvæmt fyrirliggjandi samningi um vátryggingaráðgjöf.
Bókun fundar
Bæjarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs.
.9
2303057
Reglur Barnaverndarþjónustu Mið - Norðurlands um veitingu fjárstyrks til greiðslu lögmannskostnaðar.
Bæjarráð Fjallabyggðar - 783. fundur - 21. mars 2023.
Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við drögin og vísar þeim til afgreiðslu bæjarstjórnar.
Bókun fundar
Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til sérliðarins, "Reglur Barnaverndarþjónustu Mið - Norðurlands um veitingu fjárstyrks til greiðslu lögmannskostnaðar".
Samþykkt samhljóða.