Reglur um styrki til nema í leikskólakennarafræðum í Fjallabyggð

Málsnúmer 2303005

Vakta málsnúmer

Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 122. fundur - 06.03.2023

Bæjarstjórn Fjallabyggðar samþykkti á 222. fundi sínum sérstakan stuðning við einstaklinga sem vinna við Leikskóla Fjallabyggðar og eru jafnframt í námi í leikskólakennarafræðum.
Samþykkt
Deildarstjóri fræðslu-, frístunda- og menningarmála fór yfir drög að reglum um sérstakan stuðning Fjallabyggðar við starfsfólk Leikskóla Fjallabyggðar sem jafnframt eru í námi í leikskólakennarafræðum. Fræðslu- og frístundanefnd samþykkir að vísa drögum, með ákveðnum breytingartillögum, til bæjarráðs.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 783. fundur - 21.03.2023

Á 122. fundi fræðslu-, og frístundanefndar, þann 6. mars sl. var reglum um sérstakan stuðning Fjallabyggðar við starfsfólk Leikskóla Fjallabyggðar sem jafnframt eru í námi í leikskólakennarafræðum vísað til umfjöllunar og samþykktar bæjarráðs.
Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar
Bæjarráð samþykkir reglurnar fyrir sitt leyti og vísar reglunum til afgreiðslu í bæjarstjórn. Deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála er falið að setja inn endurskoðunarákvæði í tengslum við fjárhagsáætlunargerð árið 2025.

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 228. fundur - 12.04.2023

Á 122. fundi fræðslu- og frístundanefndar, þann 6. mars sl. var reglum um sérstakan stuðning Fjallabyggðar við starfsfólk Leikskóla Fjallabyggðar sem jafnframt eru í námi í leikskólakennarafræðum vísað til umfjöllunar og samþykktar bæjarráðs. Á 783. fundi bæjarráðs var reglunum vísað til afgreiðslu í bæjarstjórn.
Samþykkt
Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.