Beiðni um leyfi til að halda vélsleðamót á Ólafsfirði

Málsnúmer 2301049

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 776. fundur - 24.01.2023

Erindi frá Vélsleðafélagi Ólafsfjarðar þar sem óskað er eftir leyfi til að halda vélsleðakeppni í Ólafsfirði helgina 18.-19. febrúar næstkomandi.
Samþykkt
Bæjarráð samþykkir beiðni Vélsleðafélags Ólafsfjarðar og óskar þeim velfarnaðar við mótshaldið.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 778. fundur - 14.02.2023

Samkvæmt mótaskrá Snjókross á Íslandi þá á að halda mót nr. 2 á Akureyri helgina 25-26 febrúar. Þar sem mikið af snjó hefur tekið upp hefur Kappakstursklúbbur Akureyrar haft samband við Vélsleðafélag Ólafsfjarðar og óskað eftir að halda þeirra mót á sunnudeginum 19. febrúar í Ólafsfirði. Vélsleðafélag Ólafsfjarðar óskar því eftir leyfi til að halda tvö mót um helgina, fyrra mótið á laugardegi og seinna mótið á sunnudegi. Keppt yrði í sömu braut og yrði seinni keppninni lokið kl. 15:00 á sunnudeginum.
Bæjarráð samþykkir beiðni vélsleðafélagsins um að halda annað mót á sunnudeginum 19. febrúar og óskar þeim góðs gengis.