Umsókn um lóð - Sjávargata 2 Ólafsfirði

Málsnúmer 2301037

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 294. fundur - 01.02.2023

Lagt fram erindi dagsett 12.01.2023 þar sem Palo Arctic slf. sækir um lóð nr. 2 við Sjávargötu í Ólafsfirði undir atvinnuhúsnæði.
Vísað til bæjarráðs
Nefndin samþykkir úthlutun fyrir sitt leyti en bendir á að skv. skilmálum gildandi deiliskipulags er gert ráð fyrir starfsemi ferðaþjónustu á lóðinni. Óskað er eftir að umsækjandi geri grein fyrir fyrirhugaðri starfsemi í umsókn um byggingarleyfi. Vísað til samþykkis bæjarráðs.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 778. fundur - 14.02.2023

Lögð er fram umsókn Palo Arctic slf. um úthlutun lóðar við Sjávargötu 2.
Samþykkt
Bæjarráð samþykkir úthlutun lóðar við Sjávargötu 2.

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 297. fundur - 29.03.2023

Lagður fram til kynningar tölvupóstur frá Stefáni Snæ Ágústssyni f.h. Palo Arctic slf. þar sem lóðarumsókn vegna Sjávargötu 2 í Ólafsfirði er dregin til baka.
Lagt fram til kynningar
Lóðin Sjávargata 2 er laus til umsóknar að nýju.