Fundargerð bæjarráðs er í 10 liðum.
Til afgreiðslu eru liðir 1, 2, 3, 4, 5 og 6.
Aðrir liðir þarfnast ekki afgreiðslu og eru lagðir fram til kynningar.
Enginn tók til máls.
.1
2212037
Fjármögnun þjónustu við fatlað fólk og hækkun útsvarsálagningar
Bæjarráð Fjallabyggðar - 773. fundur - 20. desember 2022.
Bæjarráð samþykkir fyrir sitt leyti tillögurnar og vísar þeim til bæjarstjórnar til fullnaðarafgreiðslu.
Bókun fundar
Bæjarstjórn Fjallabyggðar samþykkir með sjö atkvæðum að álagningahlutfall útsvars fyrir árið 2023 hækki um 0,22% og verði 14,70%.
.2
2208066
Umdæmisráð barnaverndar á landsbyggðinni.
Bæjarráð Fjallabyggðar - 773. fundur - 20. desember 2022.
Bæjarráð samþykkir drögin fyrir sitt leyti og vísar málinu til bæjarstjórnar til fullnaðarafgreiðslu.
Bókun fundar
Bæjarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs.
.3
2212012
Umsagnarbeiðni - rekstrarleyfi gistingar
Bæjarráð Fjallabyggðar - 773. fundur - 20. desember 2022.
Bæjarráð veitir fyrir sitt leyti jákvæða umsögn um rekstrarleyfi gistingar á Túngötu 40.
Bókun fundar
Bæjarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs.
.4
2212030
Tilfærsla Vinnuskóla Fjallabyggðar milli málaflokka
Bæjarráð Fjallabyggðar - 773. fundur - 20. desember 2022.
Bæjarráð samþykkir tillögu deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála um færslu málaflokksins.
Bókun fundar
Bæjarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs.
.5
2202077
Erindi til sveitarfélaga vegna samstarfs með N4
Bæjarráð Fjallabyggðar - 773. fundur - 20. desember 2022.
Bæjarráð þakkar N4 fyrir erindið og þakkar gott boð. Fjallabyggð er sem stendur í verkefni við N4 og hyggst klára það verkefni áður en farið verður í frekari verkefni. Bæjarráð Fjallabyggðar samþykkir eftirfarandi ályktun:
Bæjarráð Fjallabyggðar leggur til við Alþingi og ríkisstjórn í ljósi þess að ákveðið hefur verið styrkja einkarekna fjölmiðla, að tryggja og skilyrða ákveðið fjármagn til fjölmiðlunar og dagskrárgerðar á landsbyggðinni. Einnig hvetur bæjarráð Fjallabyggðar stjórnvöld til þess að skattleggja sérstaklega auglýsingatekjur erlendra streymisveitna og tryggja þannig nauðsynlegt fjármagn til innlendrar dagskrárgerðar.
Bókun fundar
Bæjarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs.
.6
2211062
Styrkumsóknir 2023 - 40. ára saga Sjómannafélags Ólafsfjarðar
Bæjarráð Fjallabyggðar - 773. fundur - 20. desember 2022.
Bæjarráð samþykkir að styrkja útgáfuna um kr. 150.000,- á árinu 2022. Styrkurinn færist á mfl./deild 05810-9291.
Bókun fundar
Bæjarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs.