Fundargerð bæjarráðs er í 11 liðum.
Til afgreiðslu eru liðir 1, 2, 8, 10 og 11.
Aðrir liðir þarfnast ekki afgreiðslu og eru lagðir fram til kynningar.
Enginn tók til máls.
.1
2208005
Erindi um ábendingar frá hestamannafélaginu Gnýfara
Bæjarráð Fjallabyggðar - 758. fundur - 13. september 2022.
Bæjarráð þakkar deildarstjóra fyrir minnisblaðið og leggur áherslu á að framkvæmdum verði lokið fyrir lok september.
Bókun fundar
Bæjarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs.
.2
2202077
Erindi til sveitarfélaga vegna samstarfs með N4
Bæjarráð Fjallabyggðar - 758. fundur - 13. september 2022.
Bæjarráð ítrekar bókun 733. fundar bæjarráðs frá 10. mars 2022, og felur bæjarstjóra að ganga frá samningi.
Bókun fundar
Bæjarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs.
.8
2104042
Húsnæði Neon - Suðurgata 4
Bæjarráð Fjallabyggðar - 758. fundur - 13. september 2022.
Bæjarráð harmar að opnun Neon hafi dregist. Bæjarráð leggur áherslu á að opnun Neon verði flýtt eins og kostur er.
Bókun fundar
Bæjarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs.
.10
2209015
Umsagnarbeiðni - tímabundið áfengisleyfi Hornbrekka
Bæjarráð Fjallabyggðar - 758. fundur - 13. september 2022.
Bæjarráð samþykkir tímabundið vínveitingaleyfi fyrir sitt leyti.
Bókun fundar
Bæjarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs.
.11
2208050
Rafhleðslustæði á bílaplanið við Hól
Bæjarráð Fjallabyggðar - 758. fundur - 13. september 2022.
Bæjarráð samþykkir fyrir sitt leyti að heimila uppsetningu rafhleðslustöðvar við Hól á Siglufirði. Sá hluti erindisins er snýr að merkingu bílastæða og lýsingar er vísað til gerðar fjárhagsáætlunar 2023.
Bókun fundar
Bæjarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs.