Samstarf um innleiðingu heimsmarkmiðanna í sveitarfélögum

Málsnúmer 2207025

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 752. fundur - 18.07.2022

Lagt fram erindi frá Önnu G. Björnsdóttur f.h. Sambands íslenskra sveitarfélaga dags. 12. júlí 2022 sem er til sveitarfélaga sem voru þátttakendur í stuðningsverkefni um innleiðingu heimsmarkmiða í sveitarfélögum frá hausti 2021 til vors 2022.

Sambandið vill nú kanna áhuga þátttöku sveitarfélaganna á að halda áfram samstarfi um innleiðingu heimsmarkmiðana og vill sambandið bjóða fulltrúum þessara sveitarfélaga, ekki síst nýkjörnum fulltrúum í sveitarstjórnum þeirra, til upplýsinga- og samráðsfundar á TEAMS 31. ágúst þar sem farið verður yfir framgang og stöðu innleiðingar.
Lagt fram til kynningar
Bæjarráð hvetur alla bæjarfulltrúa í sveitarstjórn til að skrá sig á fundinn 31. ágúst nk. og óskar eftir umsögn frá markaðs- og menningarfulltrúa um stöðu verkefnisins.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 783. fundur - 21.03.2023

Lagt fram dreifibréf Sambands íslenskra sveitarfélaga til allra sveitarstjórna um innleiðingu heimsmarkmiðanna hjá sveitarfélögum og hvatningu um að öll sveitarfélög svari fyrir 31. mars nk. könnun í tilefni af skýrslugerð Íslands til Sameinuðu þjóðanna í júlí nk.
Vísað til afgreiðslu starfsmanns
Bæjarráð felur markaðs- og menningarfulltrúa að svara erindinu fyrir hönd Fjallabyggðar.