Fundargerð stjórnar Hornbrekku er í 1 liðum.
Til afgreiðslu er liður 1.
-
Stjórn Hornbrekku - 34. fundur - 13. júlí 2022.
Halldór S. Guðmundsson, ráðgjafi verkefnisins, var gestur fundarins.
Deildarstjóri félagsmáladeildar Hjörtur Hjartarson og Halldór S. Guðmundsson (HSG) fóru yfir núverandi stöðu og framvinduna í þróunar- og nýsköpunarverkefninu um sveigjanlega dagþjálfun og þjónustu við eldra fólk í Fjallabyggð. Jafnframt kynntu þeir tillögur varðandi næstu skref og áherslur í áframhaldandi vinnu og samvinnugerð við SÍ vegna þróunarverkefnisins.
Stjórn Hornbrekku samþykkir að leggja til við bæjarstjórn Fjallabyggðar að deildarstjóra félagsmáladeildar og HSG verði falið að vinna áfram að samningagerð við SÍ. Þegar væntanleg drög að samningi liggja fyrir verði þau kynnt og lögð fyrir bæjarráð Fjallabyggðar til afgreiðslu.
Bókun fundar
Til máls tók S. Guðrún Hauksdóttir.
Bæjarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu stjórnar Hornbrekku.