Fundargerð skipulags- og umhverfisnefndar er í 18 liðum.
Til afgreiðslu eru liðir 3, 4, 6, 7, 8, 13, 14, og 15.
Aðrir liðir þarfnast ekki afgreiðslu og eru lagðir fram til kynningar.
Undir lið nr. 1 tóku til máls Helgi Jóhannsson og Guðjón M. Ólafsson.
.3
2206058
Bakkavörn við veiðihúsið á Sandvöllum við Héðinsfjarðarvatn
Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 286. fundur - 6. júlí 2022.
Nefndin samþykkir erindið með fyrirvara um að skriflegt samþykki landeigenda, þeirra jarða sem vélar og tæki þurfa að fara um, liggi fyrir.
Bókun fundar
Bæjarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.
.4
2107019
Deiliskipulag - Leirutangi
Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 286. fundur - 6. júlí 2022.
Nefndin gerir eftirfarandi athugasemdir við tillöguna;
Skilgreina þarf hæð á jarðvegsmönum að lágmarki 3 metrar.
Í kafla 4.2.2: Við 2. málsgrein bætist: Lóðarhöfum Egilstanga 1 er skylt að reisa jarðvegsmanir meðfram norður- og vesturlóðamörkum Egilstanga 1 og gróðurbelti við suðurlóðamörk Egilstanga 1 og 5. Tilgangur gróðurbeltisins er að mynda náttúrulega mön við lóðamörk að sunnanverðu.
Gróður gerð skal ákveðin af sveitarfélagi og lóðarhöfum.
Gera þarf sömu breytingu á kafla. 4.2.6 varðandi jarðvegsmanir.
Skilgreining á frágangi breytist ekki.
Bókun fundar
Bæjarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.
.6
2207002
Umsókn um leyfi fyrir lagningu ljósleiðara
Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 286. fundur - 6. júlí 2022.
Erindi samþykkt og vísað til bæjarstjórnar.
Bókun fundar
Bæjarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum erindið.
.7
2207003
Umsókn um stöðuleyfi
Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 286. fundur - 6. júlí 2022.
Stöðuleyfi samþykkt. Tæknideild falið að útbúa lóðarleigusamning og leggja fyrir næsta fund nefndarinnar.
Bókun fundar
Bæjarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.
.8
2206082
Umsókn um byggingarleyfi - Túngata 37
Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 286. fundur - 6. júlí 2022.
Nefndin tekur jákvætt í erindið og felur tæknideild að grenndarkynna fyrir aðliggjandi lóðarhöfum.
Bókun fundar
Bæjarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum að tæknideild verði falið að grenndarkynna fyrir aðliggjandi lóðarhöfum.
.13
2206053
Umsókn um endurnýjun á lóðarleigusamningi - Hvanneyrarbraut 61
Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 286. fundur - 6. júlí 2022.
Erindi samþykkt.
Bókun fundar
Bæjarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.
.14
2206090
Umsókn um endurnýjun á lóðarleigusamningi - Laugarvegur 27
Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 286. fundur - 6. júlí 2022.
Erindi samþykkt.
Bókun fundar
Bæjarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.
.15
2207004
Umsókn um endurnýjun á lóðarleigusamningi - Vesturgata 7
Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 286. fundur - 6. júlí 2022.
Erindi samþykkt.
Bókun fundar
Bæjarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.