Fundargerð bæjarráðs er í 13 liðum.
Til afgreiðslu eru liðir 1, 2, 4 og 5.
Aðrir liðir þarfnast ekki afgreiðslu og eru lagðir fram til kynningar.
Enginn tók til máls.
.1
2202047
Viðauki við fjárhagsáætlun 2022
Bæjarráð Fjallabyggðar - 749. fundur - 4. júlí 2022.
Bæjarráð samþykkir viðaukann og vísar honum til lokaafgreiðslu bæjarstjórnar.
Bókun fundar
Bæjarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum framlagðan viðauka nr.13 við fjárhagsáætlun 2022 sem mætt verður með lækkun á handbæru fé.
.2
2206048
Jarðvegsrannsóknir á lausum lóðum í Fjallabyggð
Bæjarráð Fjallabyggðar - 749. fundur - 4. júlí 2022.
Bæjarráð þakkar deildarstjóra tæknideildar fyrir minnisblaðið.
Bæjarráð samþykkir tillöguna en vill jafnframt að bætt verði við rannsóknum á svæðinu í kringum hús eldri borgara í Ólafsfirði (merkt sem Hrannarbyggð 2 í kortasjá sveitarfélagsins).
Bókun fundar
Bæjarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs.
.4
2201005
Heimild til útboðs
Bæjarráð Fjallabyggðar - 749. fundur - 4. júlí 2022.
Bæjarráð samþykkir ósk um heimild til útboðs fyrrgreindra verkefna.
Bókun fundar
Bæjarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs.
.5
2206086
Heimild til sölu áfengis í smásölu
Bæjarráð Fjallabyggðar - 749. fundur - 4. júlí 2022.
Bæjarráð samþykkir umsóknina fyrir sitt leyti og vísar því til afgreiðslu bæjarstjórnar.
Bókun fundar
Bæjarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs.