Fundargerð bæjarráðs er í 16 liðum.
Til afgreiðslu eru liðir 1, 2, 12 og 14.
Aðrir liðir þarfnast ekki afgreiðslu og eru lagðir fram til kynningar.
Enginn tók til máls.
.1
2205041
Slökkvilið Fjallabyggðar - bifreiðakaup
Bæjarráð Fjallabyggðar - 748. fundur - 27. júní 2022.
Bæjarráð samþykkir framlagðan viðauka nr.12/2022 við fjárhagsáætlun 2022 að fjárhæð kr. 3.707.000.- og vísar honum til afgreiðslu bæjarstjórnar.
Bókun fundar
Bæjarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum framlagðan viðauka nr.12 við fjárhagsáætlun 2022 sem mætt verður með lækkun á handbæru fé.
.2
2206067
Samningur um lögfræðiþjónustu
Bæjarráð Fjallabyggðar - 748. fundur - 27. júní 2022.
Bæjarráð samþykkir drögin þó með þeim fyrirvara að samningurinn gildi um almenna þjónustu vegna daglegs rekstrar.
Sveitarfélagið vill áfram geta áskilið sér rétt til þess að leita annað með álit ef þurfa þykir.
Bókun fundar
Bæjarstjórn samþykkir framlagðan samning við Pacta lögmenn um lögfræðiþjónustu fyrir Fjallabyggð með 7 atkvæðum.
.12
2206070
Sápuboltinn Ólafsfirði
Bæjarráð Fjallabyggðar - 748. fundur - 27. júní 2022.
Bæjarráð samþykkir að styrkja Sápuboltann með afnotum af Tjarnarborg. Styrkurinn afmarkast við leiguafnot, annan kostnað verða forsvarsmenn Sápuboltans að bera.
Deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningamála er falið að útfæra í samráði við forsvarsfólks Sápuboltans.
Bókun fundar
Bæjarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs.
.14
2206072
Bréf frá eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga - ársreikningur 2021
Bæjarráð Fjallabyggðar - 748. fundur - 27. júní 2022.
Bæjarráð lýsir yfir áhyggjum að þróun rekstrarreiknings sveitarfélagsins. Ljóst er að við fjárhagsáætlunargerð næstu ára þarf að taka tillit til ábendinga Eftirlitsnefndarinnar.
Vísar bæjarráð ábendingunum til gerðar fjárhagsáætlunar næsta árs og gerð þriggja ára áætlunar.
Bókun fundar
Til máls tók Guðjón M. Ólafsson.
Bæjarstjórn tekur undir bókun bæjarráðs og vísar erindinu til gerðar fjárhagsáætlunar 2023 og til gerðar þriggja ára fjárhagsáætlunar.