Beiðni um viðauka vegna viðhalds körfubifreiðar Slökkviliðs

Málsnúmer 2202083

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 732. fundur - 03.03.2022

Lagt fram vinnuskjal slökkviliðsstjóra dags. 24. febrúar 2022, þar sem beðið er um viðauka vegna viðhalds bifreiða og vinnuvéla vegna viðgerðar á körfubifreið.
Samþykkt
Bæjarráð samþykkir að kr. 600.000.- verði sett í viðauka og felur deildarstjóra stjórnsýslu- og fjármála að útfæra viðaukann í samræmi við 63. gr. sveitarstjórnarlaga.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 734. fundur - 17.03.2022

Á 732. fundi bæjarráðs var samþykkt að fela deildarstjóra stjórnsýslu- og fjármála að útfæra viðauka við fjárhagsáætlun 2022 vegna viðhalds bifreiða og vinnuvéla vegna viðgerðar á körfubíl Slökkviliðs. Lagður er fram útfærður viðauki nr. 4 við fjárhagsáætlun 2022, sem færist á málaflokk 07230, lykill 4961 kr. 600.000.-.
Vísað til Bæjarstjórnar
Bæjarráð samþykkir framlagðan viðauka nr. 4/2022 við fjárhagsáætlun 2022 að fjárhæð kr. 600.000.- vegna viðgerðar á körfubíl slökkviliðs, sem mætt verður með lækkun á handbæru fé og vísar honum til afgreiðslu og umfjöllunar í bæjarstjórn.