Ljós í troðaraskemmu.

Málsnúmer 2111036

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 720. fundur - 18.11.2021

Lagður er fram tölvupóstur Kristjáns Haukssonar, formanns Skíðafélags Ólafsfjarðar dags. 13. nóvember 2021, varðandi ljósaperur í troðaraskemmu. Einnig er lagt fram minnisblað deildarstjóra fræðslu-, frístunda og menningarmála dags. 16.11.2021, þar sem lagt er til að samþykkt verði endurnýjun á ljósum í troðaraskemmu í Tindaöxl. Kostnaður við endurnýjun ljósa er kr. 260.000.- sem óskað er eftir að sett verði í viðauka við málaflokk 06680, lykill 4960. Óskað er eftir að mæta viðaukanum innan fjárhagsáætlunar með færslu á milli málaflokka, lækkun á málaflokki 10310, lykli 4960, kr.-260.000.-.
Samþykkt
Bæjarráð samþykkir framlagða beiðni um viðauka nr. 28/2021 sem ekki hreyfir handbært fé við fjárhagsáætlun 2021 og vísar til afgreiðslu og umfjöllunar bæjarstjórnar.