Styrkumsóknir í Framkvæmdasjóð ferðamannastaða 2022

Málsnúmer 2109081

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 714. fundur - 14.10.2021

Lagt er fram minnisblað markaðs- og menningarfulltrúa dags. 28. september 2021. Í minnisblaðinu er óskað afstöðu bæjarstjórnar til þeirra tveggja verkefna sem um ræðir, þ.e. endurbyggingar Selvíkurvita og uppbyggingar aðstöðu við Brimnes. Heildarkostnaður vegna beggja verkefna er áætlaður 40 millj.kr. og er hlutur sveitarfélagsins þar af 8,2 millj.kr.
Samþykkt
Bæjarráð samþykkir fyrir sitt leyti framlagðar umsóknir og felur markaðs- og menningarfulltrúa að ljúka frágangi þeirra og senda til Uppbyggingarsjóðs ferðamannastaða. Einnig samþykkir bæjarráð að gert verði ráð fyrir 8,2 millj.kr. framlagi sveitarfélagsins í fjárhagsáætlun 2022 með þeim fyrirvara að styrkur fáist. Einnig felur bæjarráð bæjarstjóra að undirrita áskylda viljayfirlýsingu sveitarfélagsins sem fylgja þarf umsókn.