Endurnýjun timbur gönguleiðar við Tjörnina í Ólafsfirði

Málsnúmer 2107038

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 704. fundur - 22.07.2021

Lagt fram vinnuskjal deildarstjóra tæknideildar, drög að verklýsingu, tilboðsskrá og form verksamnings. Í vinnuskjalinu fer deildarstjóri þess á leit að honum verði heimilað að framkvæma lokaða verðkönnun vegna endurnýjunar á timburgönguleið meðfram tjörninni í Ólafsfirði. Eftirtöldum aðilum yrði gefin kostur á að bjóða í verkið: Trésmíði ehf., GJ smiðir ehf., Berg ehf. og L7 ehf..
Samþykkt
Bæjarráð heimilar deildarstjóra tæknideildar að framkvæma lokaða verðkönnun í samræmi við framlögð gögn.