Ósk um breytingar á skipulagi Þormóðseyrar og hafnarsvæðis á Siglufirði.

Málsnúmer 2106016

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 699. fundur - 08.06.2021

Lagt fram erindi Sigríðar Vigdísar Vigfúsdóttur, f.h. Primex ehf., dags. 03.06.2021 þar sem óskað er eftir breytingum á skipulagi Þormóðseyrar og hafnarsvæðis á Siglufirði er varða skipulagsmál við Óskarsgötu.
Vísað til umsagnar
Bæjarráð samþykkir að óska eftir umsögn bæjarstjóra og deildarstjóra tæknideildar.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 723. fundur - 09.12.2021

Lögð er fram umsögn deildarstjóra tæknideildar dags. 4. nóvember 2021, umsögnin er unnin í framhaldi af beiðni bæjarráðs frá 699. fundi ráðsins. Í umsögninni leggur deildarstjóri til að farið verði í breytingu á gildandi deiliskipulagi með þeim hætti að útvíkka mörk þess til austurs þ.e. að mörkum hafnarsvæðis. Einnig er lagt til að inn á stækkað deiliskipulagssvæði verði sett gata sem hljóti nafnið Óskarsgata og verði hún m.a. aðkoma að lóð Primex.
Samþykkt
Bæjarráð samþykkir tillögu deildarstjóra tæknideildar og felur honum að hefja vinnu við breytingu deiliskipulags.

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 280. fundur - 31.01.2022

Lögð fram tillaga, dags. 7. janúar 2022, að breyttu deiliskipulagi. Tillagan felur í sér breytingar á Óskarsgötu, Tjarnargötu, Ránargötu og Þormóðsgötu, Siglufirði.
Nefndin samþykkir framlagðar breytingar á deiliskipulagi.

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 283. fundur - 06.04.2022

Lögð fram að nýju tillaga að óverulegri breytingu á deiliskipulagi Þormóðseyri - Athafnasvæði frá 21. janúar 2014. Breytingin felur í sér að skipulagsmörkum er breytt lítillega til austurs, þannig að hluti Óskarsgötu verður innan skipulagssvæðisins. Lóðin Tjarnargata 22 breytist í lóðina Óskarsgötu 7, stærð lóðar óbreytt. Lóðin Ránargata 1 skiptist upp í tvær lóðir, Ránargötu 1 og Þormóðsgötu 2. Lóðin Ránargata 3 skiptist upp í tvær lóðir, Ránargötu 3 og Þormóðsgötu 4, einnig settir fram skilmálar um hámarks gólfflatarmál aðalhæða á byggingarlóðunum. Engar athugasemdir voru gerðar við tillöguna sem grenndarkynnt var hagsmunaaðilum í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Nefndin samþykkir framlagða deiliskipulagsbreytingu og felur tæknideild að senda auglýsingu um staðfestingu deiliskipulagsins í B-deild Stjórnartíðinda og í framhaldinu til Skipulagsstofnunar.