Nýliðun í Slökkviliði Fjallabyggðar og viðbótarmenntun

Málsnúmer 2104056

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 693. fundur - 27.04.2021

Lagt fram vinnuskjal slökkviliðsstjóra Fjallabyggðar, dags. 19.04.2021, varðandi nauðsynlega nýliðun slökkviliðsmanna, menntun og búnað. Slökkviliðsstjóri telur afar brýnt að hefja nýliðun í Slökkviliði Fjallabyggðar. Undir það tekur bæjarráð.
Vísað til umsagnar
Bæjarráð samþykkir að óska eftir kostnaðaráætlun vegna nýliðunar, menntunar og búnaðarkaupa og því tengdu á árinu 2021 fyrir næsta fund bæjarráðs.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 695. fundur - 11.05.2021

Lagt fram vinnuskjal slökkviliðsstjóra Fjallabyggðar, dags. 29.04.2021 þar sem óskað er eftir viðauka við fjárhagsáætlun 2021 vegna nýliðunar í slökkvilið Fjallabyggðar. Auk þess sem fram kemur að skipaðir hafa verið varðstjórar, einn í hvorum byggðarkjarna og sækja þeir stjórnendanámskeið hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun nú í maí.
Samþykkt
Bæjarráð samþykkir að á árinu 2021 verði nýliðun í slökkviliði Fjallabyggðar samtals 6 slökkviliðsmenn, 3 í hvorum byggðarkjarna og vísar áætluðum kostnaði, vegna launa, menntunar og búnaðar, kr. 3.128.886 til viðauka nr.15/2021 við fjárhagsáætlun 2021 sem bókfærist á málaflokk 07210, lykil 2913 kr. 1.476.744.-, málaflokk 07210, lykill 4280 kr. 991.674.-, málaflokk 07210 lykil 1110 kr. 521.886.-, málaflokk 07210, lykil 1890 kr. 138.582.

Bæjarráð felur slökkviliðsstjóra að uppfæra brunavarnaráætlun sveitarfélagsins og leggja fyrir bæjarráð.