Bæjarráð Fjallabyggðar - 688. fundur - 16. mars 2021.

Málsnúmer 2103006F

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 199. fundur - 17.03.2021

  • .1 2009072 Styrkumsóknir 2021 - Fasteignaskattur félaga og félagasamtaka
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 688. fundur - 16. mars 2021. Bæjarráð samþykkir styrki vegna fasteignaskatts félaga- og félagasamtaka að upphæð kr. 3.549.409 sem rúmast innan gildandi fjárhagsáætlunar 2021.
    Bókun fundar Afgreiðsla 688. fundar bæjarráðs staðfest á 199. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • .2 2102046 Fundar- og skrifstofuaðstaða Ólafsvegi 4, Ólafsfirði
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 688. fundur - 16. mars 2021. Bæjarráð samþykkir að endurbæta skrifstofu- og fundaraðstöðu að Ólafsvegi 4 í samræmi við vinnuskjal og felur deildarstjóra tæknideildar að vinna málið áfram.

    Bæjarráð samþykkir viðauka nr. 9/2021 að upphæð kr. 1.200.000.- við deild 31300, lykill 4960 kr. 290.000.-, lykill 8541 kr. 400.000.-, og lykill 8551 kr. 510.000.- og að honum sé mætt með lækkun á handbæru fé og vísar honum til umfjöllunar og afgreiðslu bæjarstjórnar.
    Bókun fundar Til máls tóku Helgi Jóhannsson og Helga Helgadóttir.

    Afgreiðsla 688. fundar bæjarráðs staðfest á 199. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.

    Tillaga frá H-lista :

    H-listinn lýsir yfir ánægju með áhuga og frumkvæði bæjarstjóra á að fara í endurbætur á húsnæði sveitarfélagsins að Ólafsvegi 4, í Ólafsfirði, þó í litlum mæli sé.
    Á síðustu 10 árum hefur Fjallabyggð varið rúmum 104 milljónum í eign- og gjaldfærðan kostnað vegna viðhalds og framkvæmda á Ráðhúsi Fjallabyggðar við Gránugötu á Siglufirði.
    H-listinn fagnar því að sveitarfélagið hugi vel að viðhaldi eigna sinna.
    Árið 2014 stóð til að fara í verulegar breytingar og endurbætur á húsnæðinu að Ólafsvegi 4, Ólafsfirði sem hýsir Bókasafn Fjallabyggðar og fundaraðstöðu fyrir sveitarfélagið. Verkið var boðið út en engin tilboð bárust og var hætt við framkvæmdina, þetta dagaði svo uppi.
    H-listinn leggur það til hér að þessar hugmyndir verði endurvaktar. Húsnæðið uppfyllir engan veginn aðgengi fyrir alla og er algjörlega óboðlegt sem bókasafn og til að taka á móti íbúum og gestum. Einnig teljum við að koma þurfi upp góðri fundaraðstöðu og aðstöðu fyrir starfsmenn eins og bæjarstjóri leggur til. H-listinn hefur sagt það að gefa eigi þeim starfsmönnum sem búa í Ólafsfirði tækifæri til að velja að mæta til vinnu einhverja daga í viku á starfsstöð í Ólafsfirði. Síðasta árið hefur sýnt okkur að það geti verið kostur að vera með góða aðstöðu í Ólafsfirði, bæði vegna Covid og einnig þegar ófært er eða leiðinlegt veður. Tímarnir hafa breyst og síðustu mánuðir hafa sýnt okkur að vinnuaðstaðan þarf ekki að vera bundin við einn stað og hvað þá í sameinuðu sveitarfélagið. Því miður hefur það gerst að nánast öll þjónusta á vegum sveitarfélagsins hefur hægt og hljótt færst á einn stað, það þarf ekki að vera þannig.

    H-listinn hvetur til að þetta tækifæri verið notað til að skoða með opnum huga framtíðarnotkun á Ólafsvegi 4.

    Tillaga H-listans borin undir atkvæði og felld með fimm atkvæðum; Ingibjargar G. Jónsdóttur, Nönnu Árnadóttur, Helgu Helgadóttur, S. Guðrúnar Hauksdóttur og Tómas Atla Einarssonar gegn tveimur atkvæðum Jóns Valgeirs Baldurssonar og Helga Jóhannssonar.

    Meirihlutinn leggur fram eftirfarandi bókun :
    Meirihlutinn tekur undir að huga þurfi að viðhaldi og framtíðarsýn húsnæðisins að Ólafsvegi 4.


  • .3 2101031 Trúnaðarmál
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 688. fundur - 16. mars 2021. Niðurstaða bæjarráðs færð í trúnaðarbók. Bókun fundar Afgreiðsla 688. fundar bæjarráðs staðfest á 199. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • .4 2101091 Ráðning slökkviliðstjóra
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 688. fundur - 16. mars 2021. Bæjarráð samþykkir framlagða tillögu þess efnis að Jóhann K. Jóhannsson verði ráðinn í starf slökkviliðsstjóra Fjallabyggðar og felur bæjarstjóra og deildarstjóra tæknideildar að vinna málið áfram.
    Bókun fundar Afgreiðsla 688. fundar bæjarráðs staðfest á 199. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • .5 2103032 Trúnaðarmál
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 688. fundur - 16. mars 2021. Niðurstaða bæjarráðs færð í trúnaðarbók. Bókun fundar Til máls tóku Helgi Jóhannsson, Elías Pétursson, S. Guðrún Hauksdóttir, Nanna Árnadóttir og Jón Valgeir Baldursson.

    Afgreiðsla 688. fundar bæjarráðs staðfest á 199. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.

  • .6 2103021 Styrkur - útskriftarmynd
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 688. fundur - 16. mars 2021. Bæjarráð þakkar erindið en sér sér ekki fært að verða við beiðni um styrk.
    Bókun fundar Afgreiðsla 688. fundar bæjarráðs staðfest á 199. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • .7 2103027 Hopp rafhlaupahjóla leiga í Fjallabyggð
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 688. fundur - 16. mars 2021. Bæjarráð hafnar því að gera þjónustusamning við sérleyfishafa en tekur jákvætt í erindið og samþykkir að óska eftir afstöðu skipulags- og umhverfisnefndar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 688. fundar bæjarráðs staðfest á 199. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • .8 2103034 Aðalfundur Lánasjóðsins - 26 mars 2021
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 688. fundur - 16. mars 2021. Lagt fram til kynningar erindi Lánasjóðs sveitarfélaga ohf. Þar sem boðað er til aðalfundar sjóðsins föstudaginn 26. mars kl. 15:30 á Grand Hótel Reykjavík. Bókun fundar Afgreiðsla 688. fundar bæjarráðs staðfest á 199. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • .9 2012028 Teymi um uppbyggingu félags- og atvinnumála í kjölfar COVID-19
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 688. fundur - 16. mars 2021. Lögð fram til kynningar 11. stöðuskýrsla teymis um uppbyggingu félags- og atvinnumála í kjölfar COVID-19 frá 5. mars. sl. Bókun fundar Afgreiðsla 688. fundar bæjarráðs staðfest á 199. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • .10 2101022 Frá nefndasviði Alþingis - Mál til umsagnar 2021
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 688. fundur - 16. mars 2021. Lagt fram til kynningar erindi Allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis, dags. 08.03.2021 er varðar umsögn um frumvarp til laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablaðið og aukatekjur ríkissjóðs (gjaldfrjáls rafræn útgáfa), 273. mál.

    Lagt fram til kynningar erindi Velferðarnefndar Alþingis, dags. 08.03.2021 er varðar umsögn um frumvarp til laga um greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins (samþætting þjónustu, hlutverk o.fl.), 561. mál.

    Lagt fram til kynningar erindi Allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis, dags. 09.03.2021 er varðar umsögn um frumvarp til laga um brottfall laga um Kristnisjóð o.fl., nr. 35/1970, með síðari breytingum., 470. mál.
    Bókun fundar Afgreiðsla 688. fundar bæjarráðs staðfest á 199. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • .11 2101002 Fundargerðir nefnda og stjórna Fjallabyggðar - 2021
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 688. fundur - 16. mars 2021. Lögð fram til kynningar fundargerð 130. fundar Félagsmálanefndar Fjallabyggðar frá 12. mars. sl. Bókun fundar Afgreiðsla 688. fundar bæjarráðs staðfest á 199. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.