Umsókn um byggingarleyfi - Grundargata 5b Siglufirði

Málsnúmer 2103001

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 265. fundur - 03.03.2021

Lögð fram umsókn um byggingarleyfi dagsett 1. mars 2021. Valþór Brynjarsson sækir um, fyrir hönd húseiganda að Grundargötu 5b, leyfi til útlitsbreytinga þar sem ætlunin er að breyta þakgerð með tilheyrandi hækkun á vegghæð sem snýr að Grundargötu, setja svalir og verönd að vestan með breytingu á gluggasetningu og setja opnanlegan glugga með handriði (svokallaðar franskar svalir) að austan. Einnig verða settir gluggar sem snúa til suðurs í portið bæði á efri og neðri hæð. Húsið verður svo steinað að utan í rauðum lit. Samhliða er óskað eftir því að lóðamörk verði færð á milli Grundargötu 5b og Lækjargötu 4c þar sem breyting svala kallar á stækkun lóðarinnar að Grunargötu 5b um 18fm.
Nefndin samþykkir að grenndarkynna tillöguna nærliggjandi húsum í samræmi við 44.gr. skipulagslaga nr. 123/2010 en bendir á að nefndin getur ekki samþykkt svalir og verönd á vesturhlið hússins ásamt lóðamarkabreytingu nema að fyrir liggi skriflegt samþykki húseigenda að Lækjargötu 4c.

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 268. fundur - 05.05.2021

Lögð fram að nýju umsókn um byggingarleyfi við Grundargötu 5b að lokinni grenndarkynningu. Engar athugasemdir bárust á kynningartímanum. Einnig lagt fram samþykki lóðarhafa við Lækjargötu 4c vegna lóðamarkabreytinga.
Samþykkt
Erindi samþykkt og tæknideild falið að endurnýja lóðarleigusamninga við Lækjargötu 4c og Grundargötu 5b í samræmi við framlögð gögn.