Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar

265. fundur 03. mars 2021 kl. 16:30 - 18:10 í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði
Nefndarmenn
  • Hjördís Hanna Hjörleifsdóttir varaformaður, D lista
  • Brynja Ingunn Hafsteinsdóttir aðalmaður, D lista
  • Helgi Jóhannsson aðalmaður, H lista
  • Nanna Árnadóttir formaður I lista
  • Ægir Bergsson aðalmaður, I lista
Starfsmenn
  • Ármann Viðar Sigurðsson deildarstjóri tæknideildar
  • Íris Stefánsdóttir Skipulags- og tæknifulltrúi
Fundargerð ritaði: Íris Stefánsdóttir skipulags- og tæknifulltrúi

1.Umhverfisverkefni 2021

Málsnúmer 2102016Vakta málsnúmer

Við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2021 var gert ráð fyrir 10 milljónum til sérstakra umhverfisverkefna. Nefndarmenn fóru yfir tillögur að verkefnum sem hægt væri að vinna sumarið 2021.
Tæknideild er falið að kostnaðarmeta verkefnin og gera drög að hönnun á völdum verkefnum.

2.Erindi vegna umferðaröryggis við gatnamót Hólavegar og Hlíðarvegs

Málsnúmer 2101063Vakta málsnúmer

Á fundi nefndarinnar þann 3. febrúar sl. var tæknideild falið að vinna að bættu umferðaröryggi á gatnamótum Hólavegar og Hlíðarvegar. Tillaga tæknideildar, sem fól í sér að banna innakstur við umrædd gatnamót, var kynnt íbúum og húseigendum Hólavegar 3-19. Tvær ábendingar bárust þar sem annars vegar var lagt til að gatan yrði einstefnugata til suðurs og hins vegar lagt til að innakstur yrði frekar bannaður við hinn enda götunnar, við gatnamót Hólavegar og Hlíðarvegar til norðurs þar sem sjónsvið ökumanns, þegar hann keyrir niður Hólaveg að syðri gatnamótunum, er verulega skert til beggja átta.
Ef götunni (Hólavegi 3-19) yrði breytt í einstefnugötu þá yrði aukning á umferð um þröng syðri gatnamót Hólavegar og Hlíðarvegar og því samþykkir nefndin að áfram verði leyfð tvístefna í götunni. Þar sem sjónsvið ökumanns er ekki gott til hægri og vinstri þegar ekið er að umræddum gatnamótum frá Hólavegi er einnig samþykkt að þar verði stöðvunarskylda í stað biðskyldu. Nefndin samþykkir einnig að gangstétt verði lengd niður að gatnamótum.

3.Umsókn um byggingarleyfi - útlitsbreytingar á Vesturtanga 6

Málsnúmer 2102030Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Björns Jónssonar, dagsett 7. febrúar 2021 þar sem óskað er eftir leyfi til að setja bíslag við hurð á suðausturhluta stafnsins við Vesturtanga 6 og glugga á suðvesturhluta stafnsins í samræmi við meðfylgjandi teikningu. Einnig lagt fram samþykki húseigenda við Vesturtanga 2,4 og 6.
Erindi samþykkt.
Fylgiskjöl:

4.Umsókn um byggingarleyfi - útlitsbreyting á Suðurgötu 28 Siglufirði

Málsnúmer 2102036Vakta málsnúmer

Lögð fram umsókn um byggingarleyfi dagsett 8. febrúar 2021 þar sem Sigurður Þorgils Guðmundsson sækir um leyfi til útlitsbreytinga á húsi sínu við Suðurgötu 28. Einnig lögð fram umsögn Minjastofnunar dags. 9. febrúar 2021 og teikning unnin af VSB Verkfræðistofu dagsett 25. janúar 2021.
Erindi samþykkt.

5.Umsókn um byggingarleyfi - Útlitsbreytingar á Vesturgötu 10 og 12 Ólafsfirði

Málsnúmer 2102041Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi húseigenda við Vesturgötu 10 og 12 þar sem óskað er eftir leyfi fyrir hurðum á neðri hæðum, suðurhliðar hússins þar sem opnað verður úr stofu út í garð. Einnig lagt fram undirritað samþykki annarra eigenda í húsinu.
Erindi samþykkt með fyrirvara um samþykki húseiganda að Vesturgötu 10 n.h.

6.Umsókn um byggingarleyfi - útlitsbreyting á Hrannarbyggð 19 Ólafsfirði

Málsnúmer 2102054Vakta málsnúmer

Lögð fram umsókn um byggingarleyfi dagsett 17. febrúar 2021. Byggingarfélagið Berg sækir um, fyrir hönd húseiganda að Hrannarbyggð 19, leyfi til útlitsbreytinga þar sem ætlunin er að klæða húsið að utan með lituðu, liggjandi stáli.
Erindi samþykkt.

7.Umsókn um byggingarleyfi - útlitsbreyting á Hlíðarvegi 63 Ólafsfirði

Málsnúmer 2102055Vakta málsnúmer

Lögð fram umsókn um byggingarleyfi dagsett 17. febrúar 2021. Byggingarfélagið Berg sækir um, fyrir hönd húseiganda að Hlíðarvegi 63, leyfi til útlitsbreytinga þar sem ætlunin er að klæða efri hæð hússins með lituðu bárujárni og neðri hæð með virok plötum.
Erindi samþykkt.

8.Umsókn um byggingarleyfi - Grundargata 5b Siglufirði

Málsnúmer 2103001Vakta málsnúmer

Lögð fram umsókn um byggingarleyfi dagsett 1. mars 2021. Valþór Brynjarsson sækir um, fyrir hönd húseiganda að Grundargötu 5b, leyfi til útlitsbreytinga þar sem ætlunin er að breyta þakgerð með tilheyrandi hækkun á vegghæð sem snýr að Grundargötu, setja svalir og verönd að vestan með breytingu á gluggasetningu og setja opnanlegan glugga með handriði (svokallaðar franskar svalir) að austan. Einnig verða settir gluggar sem snúa til suðurs í portið bæði á efri og neðri hæð. Húsið verður svo steinað að utan í rauðum lit. Samhliða er óskað eftir því að lóðamörk verði færð á milli Grundargötu 5b og Lækjargötu 4c þar sem breyting svala kallar á stækkun lóðarinnar að Grunargötu 5b um 18fm.
Nefndin samþykkir að grenndarkynna tillöguna nærliggjandi húsum í samræmi við 44.gr. skipulagslaga nr. 123/2010 en bendir á að nefndin getur ekki samþykkt svalir og verönd á vesturhlið hússins ásamt lóðamarkabreytingu nema að fyrir liggi skriflegt samþykki húseigenda að Lækjargötu 4c.

9.Erindi vegna frágangs efnisnámu í Kleifarhorni

Málsnúmer 2102086Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi hestamannafélagsins Gnýfara dagsett 23. febrúar 2021. Í erindinu minnir stjórn félagsins á að samþykkt var að frágangur efnisnámunnar við Kleifarhorn yrði með þeim hætti að tilkostnaður við skeiðvöll, sem á að vera þar skv. deiliskipulagi, verði sem minnstur fyrir hestamannafélagið.
Nefndin þakkar fyrir ábendinguna.

10.Ósk um tilfærslu á ljósastaur

Málsnúmer 2102066Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi dagsett 19. febrúar 2021 þar sem Rúnar Marteinsson f.h. F52 ehf. óskar eftir því að ljósastaur við norðausturhorn Suðurgötu 10 verði færður á lóðarmörk þar sem núverandi staðsetning hindrar notkun bílastæðis á lóðinni.
Tæknideild falið að skoða hliðrun á ljósastaur samhliða útskiptum á ljóskerjum í LED.

11.Umsókn um beitarhólf

Málsnúmer 2011058Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Haralds Björnssonar dagsett 20. janúar 2021 þar sem hann óskar eftir aukningu á beitarhólfum fyrir sauðfé sitt þar sem núverandi hólf duga ekki miðað við þann fjárfjölda sem hann er með í fjárhúsi sínu.
Erindi hafnað. Helgi Jóhannsson situr hjá.

12.Mávar - erindi

Málsnúmer 2101096Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Sigurðar Ægissonar, dagsett 28. janúar 2021 þar sem spurt er hvernig málum sé háttað á Siglufirði varðandi eyðingu bjartmáfs, hvítmáfs, silfurmáfs og svartbaks.
Við mikinn ágang máfa í sveitarfélaginu er fengin til skytta sem hefur það verkefni að fækka vargfugli. Er þetta gert c.a. 3-4 sinnum á ári, fer þó eftir ágangi. Ekki er verið að skjóta friðaða fugla.

13.Lausaganga katta - Erindi

Málsnúmer 2101098Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Sigurðar Ægissonar, dagsett 28. janúar 2021 þar sem óskað er eftir því að nefndin hlutist til um að lausaganga katta verði bönnuð í sveitarfélaginu á varp- og ungatímum fugla, frá 1. maí til 15. júlí.
Nefndin hefur oft rætt þetta mál og leggur það til að lausaganga katta verði bönnuð í sveitarfélaginu á tímabilinu 1. maí til 15. júlí. Tæknideild falið að breyta samþykkt um kattahald í Fjallabyggð í samræmi við ofangreinda bókun og leggja fram á næsta fund nefndarinnar.

14.Siglufjörður - Mat á öldufari við niðurbrot á Siglunesi

Málsnúmer 2102049Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar skýrsla Vegagerðarinnar, Siglufjörður - mat á öldufari við niðurbrot á Siglunesi.

Fundi slitið - kl. 18:10.