Breyting á deiliskipulagi vegna framkvæmda við Skarðsveg

Málsnúmer 2101059

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 264. fundur - 03.02.2021

Vegna umsóknar Vegagerðarinnar þann 11. september 2020 um breytingar á framkvæmdum við Skarðsveg, þarf að gera breytingu á deiliskipulagi útivistarsvæðis í Hóls- og Skarðsdal og gera þar ráð fyrir námu til að vinna efni sem notað verður í fyllingu fyrir veg og bílastæði. Einnig verður gerð breyting á Aðalskipulagi Fjallabyggðar 2020-2032 sem verður auglýst samhliða deiliskipulagsbreytingunni. Lagður fram breytingaruppdráttur sem unninn var á tæknideild, dags.20.01.2021.
Nefndin leggur til við bæjarstjórn að breytingartillagan verði auglýst í samræmi við 2.mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 197. fundur - 10.02.2021

Á fundi 264. skipulags- og umhverfisnefndar var lagt til við bæjarstjórn að breytingartillagan verði auglýst í samræmi við 2.mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Bæjarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum.

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 269. fundur - 02.06.2021

Lögð fram að nýju tillaga að breytingu á deiliskipulagi útivistarsvæðis í Hóls- og Skarðsdal. Tillagan sem var auglýst frá 16. apríl - 28. maí felur í sér að staðsetja námu í Skarðsdal vegna vinnu við nýjan veg og bílastæði. Umsagnir bárust frá Vegagerðinni, Umhverfisstofnun og Minjastofnun.
Minjastofnun bendir á að minjavörður þarf að kanna svæðið á vettvangi áður en framkvæmdir hefjast. Ekki reyndist mögulegt að taka svæðið út vegna snjóa á kynningartímanum. Því gerir stofnunin þá kröfu að sett verði inn þau skilyrði í greinargerð deiliskipulagsbreytingarinnar að vettvangskönnun þurfi að fara fram áður en framkvæmdir hefjast, búið er að setja það inn á uppdráttinn.

Nefndin leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagsbreytingin verði afgreidd í samræmi við 42.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.