Ungmennaráð Fjallabyggðar - 26. fundur - 15. október 2020
Málsnúmer 2010008F
Vakta málsnúmer
-
Ungmennaráð Fjallabyggðar - 26. fundur - 15. október 2020
Deildarstjóri fræðslu-, frístunda- og menningarmála bauð fundarmenn velkomna, á fundinn voru mættir aðal- og varamenn í Ungmennaráði Fjallabyggðar.
Aðalmenn kusu formann og varaformann úr sínum röðum með leynilegri kosningu og var niðurstaðann sú að Ásdís Ósk Gísladóttir var kjörinn formaður og Hörður Ingi Kristjánsson er varaformaður.
Varaformaður tók við fundarstjórn í fjarveru formanns.
Samþykktir fyrir Ungmennaráð Fjallabyggðar lagðar fram til kynningar.
Deildarstjóri fór yfir fundarsköp með fundarmönnum.
Bókun fundar
Afgreiðsla 116. fundar ungmennaráðs staðfest á 193. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
-
Ungmennaráð Fjallabyggðar - 26. fundur - 15. október 2020
Á 3. fundi Vinnuhóps um framtíðarhúsnæði fyrir félagsmiðstöðina Neon þann 16.6. 2020 vísaði vinnuhópurinn niðurstöðum könnunar sem gerð var meðal unglinga í 7.-9. bekk Grunnskóla Fjallabyggðar í maí sl. til umsagnar hjá Ungmennaráði Fjallabyggðar. Meginniðurstaða könnunarinnar er að mikill meirihluti unglinga sem könnunin tók til vilja að framtíðar félagsmiðstöð verði staðsett á Siglufirði eða 36 af 48 svarendum, 4 vilja hafa félagsmiðstöðina í Ólafsfirði og 8 taka ekki afstöðu. Ungmennaráð tekur undir niðurstöður könnunarinnar og mælir með því að farið verði eftir þeim og óskum unglingana. Mjög brýnt er að þeirri vinnu verði hraðað og framtíðarhúsnæði fáist sem fyrst.
Bókun fundar
Afgreiðsla 116. fundar ungmennaráðs staðfest á 193. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum