-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 674. fundur - 12. nóvember 2020.
Lögð fram tillaga að fjárhagsáætlun fyrir árið 2021.
Bæjarráð samþykkir að vísa tillögunni til umsagnar hjá nefndum og deildarstjórum.
Niðurstöður nefnda þurfa að liggja fyrir eigi síður en 20. nóvember nk..
Bókun fundar
Afgreiðsla 674. fundar bæjarráðs staðfest á 193. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 674. fundur - 12. nóvember 2020.
Lögð fram áætluð kostnaðarskipting launa á milli Fjallabyggðar og Dalvíkurbyggðar vegna Tónlistarskólans á Tröllaskaga (TÁT) fyrir árið 2021.
Bæjarráð samþykkir að vísa áætluðum launakostnaði Fjallabyggðar til fjárhagsáætlunar 2021.
Bókun fundar
Afgreiðsla 674. fundar bæjarráðs staðfest á 193. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 674. fundur - 12. nóvember 2020.
Lagt fram til kynningar yfirlit launa fyrir tímabilið janúar til október 2020.
Bókun fundar
Afgreiðsla 674. fundar bæjarráðs staðfest á 193. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 674. fundur - 12. nóvember 2020.
Lagt fram yfirlit staðgreiðslu fyrir tímabilið janúar til október 2020. Staðgreiðsla fyrir tímabilið nemur kr. 981.163.367.- eða 100,28% af tímabilsáætlun.
Bókun fundar
Afgreiðsla 674. fundar bæjarráðs staðfest á 193. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 674. fundur - 12. nóvember 2020.
Lagt fram vinnuskjal deildarstjóra tæknideildar, dags. 06.11.2020 þar sem fram kemur að drenlögn sem búið er að leggja frá Bátahúsinu í tjörnina við Róaldsbakka annar ekki því mikla vatnsmagni sem þar er. Nauðsynlegt er að leggja aðra lögn sem mun liggja ofar í bakkanum vestan við Salthúsið í tjörnina, áætlaður kostnaður er kr. 1.500.000. Óskað er eftir samþykki bæjarráðs vegna kostnaðarhluta sveitarfélagsins kr. 1.050.000.
Bæjarráð samþykkir að vísa kostnaði kr. 1.050.000 í viðauka nr. 30/2020 við fjárhagsáætlun 2020. Viðaukinn mun ekki hreyfa við handbæru fé heldur rúmast innan framkvæmdaráætlunar 2020.
Bókun fundar
Afgreiðsla 674. fundar bæjarráðs staðfest á 193. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 674. fundur - 12. nóvember 2020.
Lagt fram erindi Anitu Elefsen. fh. Síldarminjasafns Íslands ses., dags. 07.10.2020 þar sem óskað er eftir viðræðum við kjörna fulltrúa Fjallabyggðar um endurnýjun og hækkun á rekstrarsamningi en núgildandi samningur rennur út í árslok.
Einnig lagt fram fylgiskjal um uppbyggingu, fjármögnun, starfsemi, rekstur og hlutverk safnsins
Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til gerðar fjárhagsáætlunar 2021.
Bókun fundar
Afgreiðsla 674. fundar bæjarráðs staðfest á 193. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 674. fundur - 12. nóvember 2020.
Lagt fram vinnuskjal markaðs- og menningarfulltrúa, dags. 27.10.2020 þar sem lagt er til við bæjarráð að styrkur til Björgunarsveitarinnar Tinds í Ólafsfirði, Björgunarsveitarinnar Stráka á Siglufirði og Kiwanisklúbbsins Skjaldar á Siglufirði vegna flugeldasýninga og brenna á gamlárskvöld og á þrettándanum verði hækkaður úr kr. 250.000 í kr. 300.000. Samningar hafa verið gerðir til þriggja ára og komið að endurnýjun.
Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til gerðar fjárhagsáætlunar 2021.
Bókun fundar
Afgreiðsla 674. fundar bæjarráðs staðfest á 193. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 674. fundur - 12. nóvember 2020.
Lagt fram erindi Kristrúnar Halldórsdóttur fh. Skógræktarfélags Siglufjarðar, dags. 23.10.2020 þar sem óskað er eftir endurnýjun og hækkun á rekstrarsamningi en núgildandi samningur rennur út um áramótin. Einnig lagt fram vinnuskjal deildarstjóra tæknideildar, dags. 4.11.2020.
Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til gerðar fjárhagsáætlunar 2021.
Bókun fundar
Afgreiðsla 674. fundar bæjarráðs staðfest á 193. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 674. fundur - 12. nóvember 2020.
Lögð fram bókun 4. fundar Vinnuhóps um framtíðarhúsnæði fyrir félagsmiðstöðina NEON þar sem því er beint til bæjarstjórnar að nú þegar verði hafin leit að hentugu húsnæði undir NEON á Siglufirði. Einnig lagðar fram umsagnir og vinnuskjal deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála dags. 28.10.2020.
Bæjarráð samþykkir að vísa bókun vinnuhópsins til bæjarstjórnar Fjallabyggðar.
Bókun fundar
Afgreiðsla 674. fundar bæjarráðs staðfest á 193. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 674. fundur - 12. nóvember 2020.
Lagt fram til kynningar erindi Bandalags háskólamanna, dags. 02.11.2020 varðandi styttingu vinnuvikunnar hjá dagvinnufólki.
Bókun fundar
Afgreiðsla 674. fundar bæjarráðs staðfest á 193. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 674. fundur - 12. nóvember 2020.
Lagt fram til kynningar erindi Samtök sveitarfélag og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra (SSNE), dags. 30.10.2020 þar sem fram kemur að frestur til að sækja um styrk í Samstarfssjóð við atvinnulíf um heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna vegna samstarfsverkefna fyrirtækja í þróunarlöndum rennur út 06.12.2020.
Bókun fundar
Afgreiðsla 674. fundar bæjarráðs staðfest á 193. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 674. fundur - 12. nóvember 2020.
Lagt fram til kynningar erindi Þórarins Tóta Ívarssonar fh. Veraldarvina, dags. 30.10.2020 er varðar verkefnið Strandverðir Íslands sem felst í hreinsun strandlengju Íslands næstu fimm árin. Sveitarfélögum er boðið að taka þátt og leggja til aðgang að sundlaug, söfnum og í einhverjum tilfellum tjaldstæðum og aðstoð við að kynna verkefnið fyrir heimamönnum.
Bæjarráð tekur jákvætt í erindið og mun taka endanlega ákvörðun um þátttöku þegar frekari upplýsingar liggja fyrir.
Bókun fundar
Afgreiðsla 674. fundar bæjarráðs staðfest á 193. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 674. fundur - 12. nóvember 2020.
Lagt fram til kynningar erindi Jónu F. Svavarsdóttur fh. baráttuhóps smærri fyrirtækja, einyrkja og sjálfstætt starfandi aðila í ferðaþjónustu, dags. 03.11.2020 er varðar yfirlýsingu, kröfur og tillögur.
Bókun fundar
Afgreiðsla 674. fundar bæjarráðs staðfest á 193. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 674. fundur - 12. nóvember 2020.
Lagt fram til kynningar erindi Samtök sveitarfélag og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra (SSNE), dags. 30.10.2020 þar sem athygli er vakin á að umsóknarfrestur til að sækja um í Loftlagssjóð rennur út 10.12.2020.
Bókun fundar
Afgreiðsla 674. fundar bæjarráðs staðfest á 193. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 674. fundur - 12. nóvember 2020.
Lagt fram til kynningar erindi samgöngu- og sveitastjórnarráðherra, dags. 26.10.2020 þar sem fram kemur að hinn árlegi minnisdagur um fórnarlömb umferðarslysa verður haldinn hátíðlegur sunnudaginn 15. nóvember nk.
Bókun fundar
Afgreiðsla 674. fundar bæjarráðs staðfest á 193. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 674. fundur - 12. nóvember 2020.
Lagt fram til kynningar 8. tbl. fréttabréfs Samtaka sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra (SSNE), október 2020.
Bókun fundar
Afgreiðsla 674. fundar bæjarráðs staðfest á 193. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 674. fundur - 12. nóvember 2020.
Lagt fram til kynningar erindi Umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis, dags. 05.11.2020 er varðar umsögn um tillögu til þingsályktunar um þjóðaratkvæðagreiðslu um framtíð Reykjavíkurflugvallar, 39. mál.
Bókun fundar
Afgreiðsla 674. fundar bæjarráðs staðfest á 193. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 674. fundur - 12. nóvember 2020.
Lagt fram til kynningar erindi samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, dags. 05.11.2020 þar sem fram kemur að ákvörðun samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra til að tryggja starfhæfi sveitarstjórna og auðvelda ákvarðanatöku við stjórn sveitarfélaga hefur verið framlengd til 10. mars 2021.
Bókun fundar
Afgreiðsla 674. fundar bæjarráðs staðfest á 193. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 674. fundur - 12. nóvember 2020.
Lögð fram til kynningar fundargerð aðalfundar Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga sem haldinn var 30. október sl.
Bókun fundar
Afgreiðsla 674. fundar bæjarráðs staðfest á 193. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 674. fundur - 12. nóvember 2020.
Lögð fram til kynningar fundargerð 890. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 30. október sl.
Bókun fundar
Afgreiðsla 674. fundar bæjarráðs staðfest á 193. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 674. fundur - 12. nóvember 2020.
Lögð fram til kynningar fundargerð 4. fundar Vinnuhóps um framtíðarhúsnæði fyrir félagsmiðstöðina NEON frá 5. nóvember sl.
Bókun fundar
Afgreiðsla 674. fundar bæjarráðs staðfest á 193. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
Forseti bæjarstjórnar lagði fram eftirfarandi bókun :
Bæjarstjórn þakkar Vinnuhópi um framtíðarhúsnæði fyrir félagsmiðstöðina NEON fyrir vel unnin störf og felur bæjarstjóra að auglýsa eftir hentugu húsnæði á Siglufirði í samræmi við þarfalýsingu deildarstjóra fræðslu og frístundarmála.
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum.