Bæjarráð Fjallabyggðar - 670. fundur - 6. október 2020
Málsnúmer 2010001F
Vakta málsnúmer
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 670. fundur - 6. október 2020
Lagt fram vinnuskjal deildarstjóra félagsmáladeildar, dags. 05.10.2020 þar sem fram kemur að deildarstjóri, í samráði við Janus Heilsueflingu, leggur til við bæjarráð að samstarfsverkefni við Janus Heilsueflingu um fjölþætta heilsueflingu 65 ára og eldri í Fjallabyggð verði frestað um sinn eða þangað til aðstæður leyfa á nýju ári.
Í millitíðinni leggur deildarstjóri til að heilsurækt og hreyfing eldri borgara, innan þeirrar starfsemi sem fer fram í dagþjónustu aldraðra á vegum félagsþjónustunnar, verði styrkt og aukin með ráðningu íþróttakennara, í 50% stöðuhlutfall. Áætlaður launakostnaður til áramóta er kr. 1.755.000.
Einnig lögð fram bókun 125. fundar félagsmálanefndar frá 25.09.2020.
Bæjarráð samþykkir ráðningu íþróttakennara í 50% stöðuhlutfall. Kostnaði kr. 1.755.000 er vísað í viðauka nr.27/2020 við fjárhagsáætlun 2020 og verður færður á málaflokk 02430, lykil 1110 kr. 1.382.000.- og lykil 1890 kr. 373.000.- sem mætt verður með lækkun á handbæru fé.
Bókun fundar
Til máls tóku Tómas Atli Einarsson og Ingibjörg Guðlaug Jónsdóttir.
Eftirfarandi bókun er lögð frá Tómasi Atla Einarssyni og Ólafi Stefánssyni :
Það ber að harma að í jafn góðu og þörfu máli og heilsuefling eldri borgara er, að kynning máls af hendi starfsmanna sé eins villandi og raun ber vitni. Hvergi kemur fram ráðningartími íþróttakennara sé frá 1. ágúst 2020 en ekki frá október eins og ætla mætti af gögnum málsins. Óskum við eftir að viðkomandi deildarstjóri leggi fram minnisblað til bæjarráðs, hvar málsmeðferð er rakin, upplýsingar um ráðningartíma og önnur viðeigandi atriði veittar
Afgreiðsla 670. fundar bæjarráðs staðfest á 192. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 670. fundur - 6. október 2020
Niðurstaða bæjarráðs færð í trúnaðarbók.
Bókun fundar
Afgreiðsla 670. fundar bæjarráðs staðfest á 192. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 670. fundur - 6. október 2020
Á 669. fundi bæjarráðs samþykkti ráðið að sækja um styrk í Framkvæmdasjóð ferðamannastaða vegna verkefna í/á Siglufirði og Ólafsfirði og fól markaðs- og menningarfulltrúa að vinna málið áfram.
Lagt fram vinnuskjal markaðs- og menningarfulltrúa, dags. 28.09.2020 ásamt styrkumsóknum vegna endurbyggingu Selvíkurvita á Siglufirði og byggingu nýs aðstöðuhúss við Brimnes í Ólafsfirði, hlutur sveitarfélagsins er 20% af kostnaðaráætlun.
Bæjarráð samþykkir umsóknirnar og felur markaðs- og menningarfulltrúa að vinna málið áfram.
Bæjarráð samþykkir að vísa áætluðum kostnaðarhluta sveitarfélagsins, að því gefnu að styrkur fáist til gerðar fjárhagsáætlunar fyrir árið 2021.
Bókun fundar
Til máls tóku Helgi Jóhannsson, Elías Pétursson og Nanna Árnadóttir.
Afgreiðsla 670. fundar bæjarráðs staðfest á 192. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 670. fundur - 6. október 2020
Lagt fram bréf Vegagerðarinnar, dags. 30.09.2020 er varðar yfirferð á búnaði og öryggiskröfum í jarðgöngum í Fjallabyggð. Bréfið er svar við bréfi slökkviliðsstjóra Fjallabyggðar dags. 24. júlí sl.
Bæjarráð þakkar Vegagerðinni bréfið og þá viðleitni sem þar kemur fram af hálfu stofnunarinnar að bregðast við tilmælum og kröfum slökkviliðsstjóra um úrbætur. Að því sögðu vill bæjarráð koma því á framfæri að óásættanlegt er að ekki skuli, af hálfu Vegagerðarinnar, vera sett fram tímasett áætlun um úrbætur.
Bæjarstjóra falið að koma ofangreindu á framfæri við Vegagerðina.
Bókun fundar
Afgreiðsla 670. fundar bæjarráðs staðfest á 192. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 670. fundur - 6. október 2020
Lögð fram til kynningar verkfundargerð deildarstjóra tæknideildar nr. 2 vegna verksins Ráðhús, utanhússklæðning frá 01.10.2020.
Bókun fundar
Afgreiðsla 670. fundar bæjarráðs staðfest á 192. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 670. fundur - 6. október 2020
Lagðar fram til kynningar verkfundargerðir Eflu Verkfræðistofu nr. 4 og 5 vegna verksins Siglufjörður - Fráveita 2020, Hvanneyrarkrókur frá 11.09.2020 og 01.10.2020.
Bókun fundar
Afgreiðsla 670. fundar bæjarráðs staðfest á 192. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 670. fundur - 6. október 2020
Lagt fram til kynningar 7. fréttabréf SSNE frá september 2020.
Bókun fundar
Afgreiðsla 670. fundar bæjarráðs staðfest á 192. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 670. fundur - 6. október 2020
Lagðar fram til kynningar fundargerðir 887. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 25. september sl. og 888. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 29. september sl.
Bókun fundar
Afgreiðsla 670. fundar bæjarráðs staðfest á 192. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 670. fundur - 6. október 2020
Lögð fram til kynningar fundargerð 125. fundar Félagsmálanefndar Fjallabyggðar frá 25. september sl.
Bókun fundar
Afgreiðsla 670. fundar bæjarráðs staðfest á 192. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum