Gjaldskrár 2021

Málsnúmer 2009064

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 669. fundur - 29.09.2020

Lögð fram tillaga Skólanefndar Tónlistarskólans á Tröllaskaga (TÁT), dags. 25.09.2020 þar sem nefndin leggur til að gjaldskrá skólans hækki um 2,4% fyrir fjárhagsárið 2021.

Bæjarráð samþykkir að gjaldskrá TÁT verði hækkuð um 2,4% fyrir fjárhagsárið 2021.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 675. fundur - 17.11.2020

Teknar til umfjöllunar gjaldskrár 2021.

Bæjarráð samþykkir að leggja eftirfarandi tillögu fyrir bæjarstjórn:

Áfram verði gjaldfrjálst fyrir öryrkja og eldri borgara 67 ára og eldri, íbúa Fjallabyggðar í sund og líkamsrækt.

Gjald fyrir skólamáltíðir í Grunnskóla Fjallabyggðar helst óbreytt í krónum talið á milli ára, líkt og fyrri ár.

Gjald fyrir skólamáltíðir í Leikskóla Fjallabyggðar helst óbreytt í krónum talið á milli ára, líkt og fyrri ár.

Frístundaávísanir til barna á aldrinum 4-18 ára verða hækkaðar úr 35.000 í 37.500.

Aðrar gjaldskrár og þjónustugjöld 1. janúar 2021 taki mið af breytingum miðað við vísitöluhækkun, hækkun verði þó ekki meiri en 2,8%.

Bæjarráð samþykkir að vísa gjaldskrá 2021 til umsagnar í nefndum.

Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 70. fundur - 18.11.2020

Drög að gjaldskrám Tjaldsvæða Fjallabyggðar, Bóka- og Héraðsskjalasafns Fjallabyggðar og Tjarnarborgar lögð fram til kynningar.

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 261. fundur - 19.11.2020

Lagðar fram tillögur að gjaldskrám tæknideildar fyrir árið 2021.
Farið yfir tillögur að gjaldskrám 2021.

Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 117. fundur - 20.11.2020

Lögð fram drög að gjaldskrá 2021 fyrir fjallabyggðarhafnir.
Hafnarstjórn samþykkir drögin fyrir sitt leiti.

Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 92. fundur - 23.11.2020

Drög að gjaldskrám íþróttamiðstöðvar, grunnskóla og leikskóla lögð fram til kynningar. Almennar gjaldskrárhækkanir eru 2,8%. Í tillögu að gjaldskrá ársins 2021 fyrir Leikskóla Fjallabyggðar er verð á morgun-, hádegis- og síðdegisverði óbreytt frá gildandi gjaldskrá. Í tillögu að gjaldskrá ársins 2021 fyrir Grunnskóla Fjallabyggðar er ekki gert ráð fyrir hækkun á verði skólamáltíða og mjólkuráskriftar.

Líkamsrækt og sund er áfram gjaldfrjálst fyrir öryrkja gegn framvísun örorkuskírteinis og 67 ára og eldri íbúa Fjallabyggðar. Áfram verður frítt í sund fyrir börn yngri en 10 ára búsett í sveitarfélaginu.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 676. fundur - 27.11.2020

Lögð fram tillaga að gjaldskrám og álagningu fyrir árið 2021.

Gjaldaliðir vegna fasteignagjalda verða eftirfarandi: Fasteignaskattsprósenta verður óbreytt (A 0,49%, B 1,32% og C 1,65%). Lóðarleiguprósenta verður óbreytt (A 1,90% og C 3,50%). Sorphirðugjöld hækka um 2,5% í 46.230 úr 45.100 kr.. Holræsa-/fráveitugjaldaprósenta verður óbreytt 0,29%. Vatnsskattsprósenta fasteigna verður óbreytt 0,29%.

Afsláttur af fasteignaskatti hjá tekjulágum elli- og örorkulífeyrisþegum verður óbreyttur á milli ára, að hámarki kr. 70.000.
Tekjumörk verða sem hér segir:

Fl.
Einstaklingar


Afsláttur
1.
-
-
3,300,000 100%
2.
3,300,001
-
3,900,000
75%
3.
3,900,001
-
4,525,000
50%
4.
4,525,001
-
5,150,000
25%
5.
5,150,001
-
-
0%









FL.
Hjón/Sambýlisfólk

Afsláttur
1.
- -
5,000,000
100%
2.
5,000,001
-
5,800,000
75%
3.
5,800,001
-
6,400,000
50%
4.
6,400,001
-
7,000,000
25%
5.
7,000,001
-
-
0%

Gjaldskrá Tónlistarskólans á Tröllaskaga hækkar um 2,7%
Áfram verði gjaldfrjálst fyrir öryrkja og eldri borgara 67 ára og eldri, íbúa Fjallabyggðar í sund og líkamsrækt.
Gjald fyrir skólamáltíðir í Grunnskóla Fjallabyggðar helst óbreytt í krónum talið á milli ára, líkt og fyrri ár.
Gjald fyrir skólamáltíðir í Leikskóla Fjallabyggðar helst óbreytt í krónum talið á milli ára, líkt og fyrri ár.

Frístundastyrkur fyrir börn á 4 - 18 ára aldri hækkar í kr. 37.500 úr 35.000.

Aðrar gjaldskrár og þjónustugjöld 1. janúar 2021 hækka um 2,8%.

Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 118. fundur - 02.02.2021

Hafnarstjóri lagði fyrir fundinn tillögu að breyttri gjaldskrá. Um er að ræða breytingu á 20. grein gjaldskrár. Lagt er til að í stað 1,25 evru farþegagjalds verði gjaldið 175 kr. fyrir árið 2021.

Hafnarstjórn samþykkir fyrir sitt leyti framlagða tillögu um breytingu á gjaldskrá.

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 197. fundur - 10.02.2021

Bæjarstjórn samþykkir breytingu á gjaldskrá Hafnarsjóðs Fjallabyggðar fyrir árið 2021 með 7 atkvæðum.